sunnudagur, apríl 04, 2004
Fyrir nokkrum árum langaði mig í...
Hannmann!
En móðir mín var ekki ginkeypt fyrir greip. Fékk hvorki byssur né vöðvabúnt til að leika mér að. Enda útkoman eftir forskriftinni: Friðarsinnuð horrengla. Engu að síður tókst mér að merja Lavann í síðasta leik.
Nú helgin er liðin í vikunnar skaut og aldrei hún kemur til baka. Skápurinn sem ág keypti í Byko er ennþá ósamansettur en ég setti hins vegar saman lampa/gítar og setti upp loftljós á baðið með mikilli fyrirhöfn.
Nú fer ég að sofa.