<$BlogRSDUrl$>
Google

laugardagur, apríl 10, 2004

Þegar spaðarnir sofa..... 

Búinn að byrja þetta blogg 5-6 sinnum og hef sífellt strokað út það sem ég hef skrifað. En ekki þetta ....... Nú er maður kominn á frívaktina, Loksins, loksins loksin kominn í frí. Merkilegt að það eina sem kemst að er að ég þarf að vinna um næst u helgi. Klárt dæmi um að maður sé að brenna út á mikilli vinnu. Dauðlangar til að hætta og eiga frí eins og aðrir um hverja helgi. Mæta í vinnu á mánudagsmorgni, útsofinn og endurnærður eftir góðan helgarsvefn.En svoleiðis bjartsýni er bara til í ævintýrum. Best að sofa meðan maður hefur tímann til....... Minni á Spákökukuna.


Svona er maður þreyttur.....

fimmtudagur, apríl 08, 2004

Plötualbúm Vikunnar Þeir sletta því sem eiga það. 

En ég á það ekki. Verð að vera sammála síðasta ræðumanni, á erfitt með frí. Ég tók þess vegna bláa möppu með mér heim, stútfulla af atvinnuumsóknum. Að geta unnið heima er afar fjölskylduvænt segja þeir.

Þó verð ég að viðurkenna að það er gott að þurfa ekki að hýrast á kontórnum. Er búinn að vera að setja saman franska BYKO skápinn sem er óðum að taka á sig mynd. Nú lúrir Þula og skápasamsetning er í bið.

Konan var að horfa á franskar, nei hún meinar friends. Nú er hún farin að lesa yfir öxlina á mér og ég þori ekki að halda mikið lengur áfram, það gæti komið mér í koll.

Gleðilega hátíð!

Skyrdagur 2004 

Kaera dagbok!

I dag er fri.

Til skemmtunar: Spurningakeppni fjolmidlamanna. Geta ekki svarad neinu nema spurningum um fraega folkid. Enda fa teir bokina Heimskir hvitir karlar i verdlaun... Daltid spaugilegt. Madur hefur to laert ad Rolling Stones gerdu kantryutgafu af Honky Tonk Woman og kolludu hana Country Honk. Held eg hafi aldrei heyrt ta utgafu. Hvad heitir skaginn sem skilur ad Skjalfanda og Oxarfjord? Er spurt. Melrakkasletta, svarar Sed og heyrt.

Vedur: Skyjad og sjo stiga hiti. Solin eitthvad ad glenna sig eins og mamma segir. Hvur veit nema madur taki tumalinn ur gatinu goda og bregdi ser i gardvinnu.

Klaednadur: Kasjual. Flisid rular. Har: Kasjualegra. Nyja Djustvokupplukkid.

Fjolskylda: Eiginmadur i Perlunni og sonur i sundi.

Sidasta kvoldmaltidin: Afgangar ur matarbodi gaerkveldsins; gradostalamb Joa Fel, jafnvel drygt med slaturfelagsgondlum. Hnetur og rusinur. Skyrkaka i tilefni dagsins.

Jonsi, Beyonce og Leoncie... allir teir fraegustu enda a jonsi... svo vitnad se i snillinginn Aevar Orn Josepsson.

Finnst eg vera ad svikjast um eitthvad. A erfitt med fri.

Gledilega hatid min kaeru.

sunnudagur, apríl 04, 2004

Fyrir nokkrum árum langaði mig í... Hannmann!

En móðir mín var ekki ginkeypt fyrir greip. Fékk hvorki byssur né vöðvabúnt til að leika mér að. Enda útkoman eftir forskriftinni: Friðarsinnuð horrengla. Engu að síður tókst mér að merja Lavann í síðasta leik.

Nú helgin er liðin í vikunnar skaut og aldrei hún kemur til baka. Skápurinn sem ág keypti í Byko er ennþá ósamansettur en ég setti hins vegar saman lampa/gítar og setti upp loftljós á baðið með mikilli fyrirhöfn.

Nú fer ég að sofa.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com