<$BlogRSDUrl$>
Google

mánudagur, maí 03, 2004

Um daginn og...... 

Var að enda við að tala við Sveimhuga um ekki neitt. Við frændur leggjum okkur fram við að halda sambandi við hvorn annan jöfnum höndum (það er leiðinlegt að standa einn úti og reykja. Heill þeim er fann upp þráðlausan síma.). Það er ekki alltaf sem við höfum eitthvað merkilegt að spjalla um en það skiptir okkur ekki máli. Það er skárra að þegja saman í símann en að standa einn úti með rettunni. Oftast komumst við þó að því að fáir eru jafn fyndnir og við. Hér myndi vanalegast koma tiltekið dæmi um húmor okkar frænda en sem stendur er ekkert sem kemur í hugann.
Spúsa mín brá sér til Danmerkur yfir helgina (Heill "íslenskum skottúrum" fyrir lægri fluggjöld). Þær áttuðu sig á því vinkonurnar að það er ódýrara að halda gæsapartý í Köben en á Íslandi. "Gæsin" guggnaði reyndar á ferðalaginu, með sjúklega flughræðslu á háu stigi, þrátt fyrir róandi orð flugstjóra og þerna. Þýddi þetta 40 mínútna seinkun á fluginu og sendu allnokkrir samferðamenn þeirra ill augnaráð í átt að þeim á meðan flugi stóð. Þrátt fyrir næturlíf stórborgarinnar, skilaði mín sér heim í gærkvöldi mér til mikillar gleði.
Á meðan Margrét spásseraði um "Indisku" sinnti ég ábyrgð heimilisföðursins, setti í vél, fór á lúðrasveitartónleika og rak á eftir dreng í samræmduprófaupplestri, milli þess sem ég "hunkaðist" á staurnum. Lítið sofið en þess meira "hunkast".
Þrátt fyrir það er ég þokkalegur.

P.s. fyrir aðdáendur Olbaps.
Olbap hefur enn á ný lokið við meistaraverk og er það til sölu hjá Gallery Svarthamrar. (Heill Olbap Ossacip)

...ó hve lengi ég beið þín 

Eftirvænting

Í kraftgalla og átta gráðu gaddi stóð ég í rúm þrjú korter og bisaði við frosinn lásinn. Þá var hann heldur en ekki að norðan með stórhríð í fararbroddi. Lásinn stóð lengi á sér eins og áður sagði en kulnir fingur gáfu skjól svo gaskveikjarinn gerði á endanum sitt. Ég komst inn í gáminn. Eitt andartak í myrkri varð ég eitt með bylgjupappanum. Svo létti aðeins til svo skíman frá staurnum komst til skila. Á kassana mátti lesa, ASbJOrN OLAFSSoN - REY / ice - OLZA. Þrátt fyrir gaddinn yljaði mér um hjartarætur þegar mér varð hugsað til Pólverjanna sem höfðu síðast farið höndum um pappann. Ég gat ekki lengur á mér setið, hönd mín seildist í hliðarvasann og ég dró upp dúkahnífinn. Einn snyrtilegur skurður og ég var kominn með fingurna í góssið. En hvað var að sjá? Við mér blöstu lofttæmdar umbúðir og skraufaþurrt súkkulaðikex þar innan um. Það var þá sem ég áttaði mig á því að aldrei aftur yrði nokkuð eins og áður var.

sem varð að vonbrigðum.


Is anybody out there? 

Hæ öllsömul.
Til hamingju með þann allralengsta, hann átti ammæli í gær.

Ég er búin að ljúka kveldspjallinu við kæresten sem er í Dubai. Hann þarf eitthvað að skjóta í eyðimörkinni á morgun en fer svo til Oman í tvo daga, og því næst til Egyptalands í tvo daga.
Þetta virðist voðalega mikið fjör, hann sýnir mér myndir af tepokum með arabísku letri og áttavita sem vísar á Mekka þar sem hann situr á hótelherberginu sínu, nýkominn úr gufu.
Hann sagði mér frá öllu fíneríinu sem hann var að taka myndir af í dag, meðal annars 7 stjörnu hóteli.
Hvernig fær hótel 7 stjörnur? Jú, það gerir þyrlupallurinn og 4oo fermetra svíturnar.

Ég gat sagt honum frá að litli gaurinn í vinnunni sem er allur krambúleraður af fósturskaðanum sem hann hlaut vegna drykkju móður sinnar, angaði af hlandi og var skítugur og ruglaður af sjónvarpsglápi helgarinnar. Greinilegt er að móðirin hefur verið á kojufylleríi lengi og að 12 ára dóttirin sér um að koma fötluðum bróður sínum af stað í skóla á morgnana.
Þau eru að gefast upp, sem þýðir að við hin erum að fatta hvað er í gangi.
Svona atriði tek ég með heim úr vinnunni, annars sef ég vært.
Er nebblega blessunarlega búin að læra að ég fæ ekki borgað eftir 5.

Svona er lífið.

Jæjiskuddnar! 

Var í foreldrahúsum um helgina; Hammerzranni. Fékk jólaboð, Kalla and the works. Frussan átti einn aldraðan í frysti. Mætti halda að maður væri Ólafur eða Dorrit. Eitt og annað var fundið til dundurs þessa helgi; lesið og masað og grúskað í garði og farið í kvöldgöngu og farið í vinnu og horft á Löður... marga þætti... jájá. Annars einkenndist þessi helgi af yfirþyrmandi þreytu. Skil ekkert í þessu. Mér er flökurt og svimar af þreytu. Kannski rétt að bjóða góða nótt.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com