laugardagur, maí 29, 2004
A time to grief, and a time to blog...
Hæ gæs!
Klukkan er 10:30 um kvöld og ég að fara að grilla úti við höfn. Það er búið að kveikja bálið. Við höfum ekki gert nokkurn skapaðan hlut í dag annað en að borða og sofa. Ég hef bloggað og lesið í bók.
Í gær var siglt á spíttbát um höfnina. Kvöldið áður var borðað Sushi og farið á Metallica. Kvöldið þar áður út að eta á fínum stað við Nýhöfn.
Ég lýsi eftir íslenskri þýðingu á orðinu decadent og krossa fingur að maðurinn sé ekki á góðærisfylleríi.
Gæinn er kominn í bæinn og lúxuslifnaðurinn samferða. Verst þetta eru ekki mínir péningar, ég hefði nýtt þá í að borga afganginn af skuldunum mínum. Ég hef ekki enn fengið það af mér að segja við manninn: "Nei, ég vil ekki humar og argentínska steik, get ég ekki bara fengið hundraðkallana upp í strætókort?"
Ég á jafn erfitt með að venjast þessu eftir pásuna eins og ég átti erfitt með þetta í byrjun. Ég sé reikninginn og hugsa: "Þar fór eitt par af strigaskóm."
Það er vont en það venst. (Insert evil laugh here)
Þetta var ekkert mál á meðan hann var í burtu, mér fannst ekkert erfitt að taka strætó í staðinn fyrir leigubíla.
Hann fer aftur bráðum og kemur því miður ekki viku fyrr til Íslands, eins og ég hafði vonað. Pabbi var farinn að hlakka til að kenna honum að kasta sleggju í sumarbústaðnum.
Ég er orðin vinnuþreytt og hlakka alveg óskaplega til að koma heim og sjá ykkur öll. Og Hjörturinn kemur viku seinna.
Klukkan er 10:30 um kvöld og ég að fara að grilla úti við höfn. Það er búið að kveikja bálið. Við höfum ekki gert nokkurn skapaðan hlut í dag annað en að borða og sofa. Ég hef bloggað og lesið í bók.
Í gær var siglt á spíttbát um höfnina. Kvöldið áður var borðað Sushi og farið á Metallica. Kvöldið þar áður út að eta á fínum stað við Nýhöfn.
Ég lýsi eftir íslenskri þýðingu á orðinu decadent og krossa fingur að maðurinn sé ekki á góðærisfylleríi.
Gæinn er kominn í bæinn og lúxuslifnaðurinn samferða. Verst þetta eru ekki mínir péningar, ég hefði nýtt þá í að borga afganginn af skuldunum mínum. Ég hef ekki enn fengið það af mér að segja við manninn: "Nei, ég vil ekki humar og argentínska steik, get ég ekki bara fengið hundraðkallana upp í strætókort?"
Ég á jafn erfitt með að venjast þessu eftir pásuna eins og ég átti erfitt með þetta í byrjun. Ég sé reikninginn og hugsa: "Þar fór eitt par af strigaskóm."
Það er vont en það venst. (Insert evil laugh here)
Þetta var ekkert mál á meðan hann var í burtu, mér fannst ekkert erfitt að taka strætó í staðinn fyrir leigubíla.
Hann fer aftur bráðum og kemur því miður ekki viku fyrr til Íslands, eins og ég hafði vonað. Pabbi var farinn að hlakka til að kenna honum að kasta sleggju í sumarbústaðnum.
Ég er orðin vinnuþreytt og hlakka alveg óskaplega til að koma heim og sjá ykkur öll. Og Hjörturinn kemur viku seinna.
þriðjudagur, maí 25, 2004
Ein fitusogin spyr.........
vantar ekki enn einn svarmöguleikann í spurningu dagsins, þ.e. "all of the above..."??
Doltið erfitt að velja þó ég telji að ég hafi helst verið tekin í rass með því að gera mig forspurða að morðingja og valdníðingi......
En nú er ég fitusogin og fín í þágu vísindanna.
Doltið erfitt að velja þó ég telji að ég hafi helst verið tekin í rass með því að gera mig forspurða að morðingja og valdníðingi......
En nú er ég fitusogin og fín í þágu vísindanna.
mánudagur, maí 24, 2004
Dýr væri Lavinn allur.
Eins og Frussungar vita þá þykja ættarlaukarnir einstaklega heppilegir í genatískar samanburðarrannsóknir. Er skemmst að minnast er við bræður tókum þátt í Fjölblöðrueggjastokkasyndrom-rannsókn að áeggjan systur okkar.
Nú hefur undirrituðum borist tilboð frá Kára þar sem farið er fram á lífsýni úr belg mínum. Ekki er farið fram á mikið magn (sem hefði ekki truflað mig í sjálfu sér, af nógu er að taka) aðeins 2 gr.
Í stað sýnisins, vegna óþæginda og vinnutaps, ætlar Kári að leggja fram 25.000 kr mér til frjálsra afnota. Reiknast mér því til að götuverðið á gramminu sé þá 12.500 kr.
Viðmiðunarskalar manneldisráðs telja að ég ætti að vera 81 kílógramm miðað við hæð. Samkvæmt því ber ég, 110 kílóa maðurinn, 29 kíló af umfram fitu á líkamanum (doktor.is kallar það ofeldi).
Dæmi:
12.500 * 1000 = 12.500.000
12.500.000 * 29 = 362.500.000
Sem sagt heildarverðmæti umframfitu Lava Hammers er 362.500.000.
Ég hef því ákveðið að láta á reyna hvort ekki megi semja um stærri sýnatöku, sem að sjálfsögðu kæmi á betri prís, kílóið á t.d. 7 millur eða heildaruppkaup á c.a 100 mill.
Hvort Kári er tilbúinn til samninga kemur í ljós en eftir stendur að Bassamagnari sá er sonur minn og ég höfum fjárfest í frá Þýskalandi verður hér eftir kallaður "Fituvefurinn".
Nú hefur undirrituðum borist tilboð frá Kára þar sem farið er fram á lífsýni úr belg mínum. Ekki er farið fram á mikið magn (sem hefði ekki truflað mig í sjálfu sér, af nógu er að taka) aðeins 2 gr.
Í stað sýnisins, vegna óþæginda og vinnutaps, ætlar Kári að leggja fram 25.000 kr mér til frjálsra afnota. Reiknast mér því til að götuverðið á gramminu sé þá 12.500 kr.
Viðmiðunarskalar manneldisráðs telja að ég ætti að vera 81 kílógramm miðað við hæð. Samkvæmt því ber ég, 110 kílóa maðurinn, 29 kíló af umfram fitu á líkamanum (doktor.is kallar það ofeldi).
Dæmi:
12.500 * 1000 = 12.500.000
12.500.000 * 29 = 362.500.000
Sem sagt heildarverðmæti umframfitu Lava Hammers er 362.500.000.
Ég hef því ákveðið að láta á reyna hvort ekki megi semja um stærri sýnatöku, sem að sjálfsögðu kæmi á betri prís, kílóið á t.d. 7 millur eða heildaruppkaup á c.a 100 mill.
Hvort Kári er tilbúinn til samninga kemur í ljós en eftir stendur að Bassamagnari sá er sonur minn og ég höfum fjárfest í frá Þýskalandi verður hér eftir kallaður "Fituvefurinn".