<$BlogRSDUrl$>
Google

fimmtudagur, júní 17, 2004

Home Alone 

Fögur eru í þér hljóðin, Ljómalind mín....

Ég vil byrja á því að óska öllum gleðilegrar þjóðhátíðar.
Og að sjálfsögðu þjóðhátíðarbarninu til hamingju.
Elsku Álfabarn Löngulangardóttir, til hamingju með afmælið.

Ég sit hér á naríum og í peysu, með blautt hár, eftir að hafa hlaupið heim í grenjandi rigningu. Klukkan er 22:35 og ég var að koma heim úr vinnu.

Yndisleg vinna. Passa börn.
Fyrst passaði ég börn í vinnunni og svo passaði ég börn í heimahúsi. Þrjú stykki, eitt einhverft, eitt ofvirkt, og eitt ósköp venjulegt en frekar þreytt á systkynum sínum.
Yndisleg börn.
Þetta gefur aðeins minna en enskukennslan en á móti kemur að ég er ekki klukkutíma á leiðinni út til Hundige og saman heim. Með enskunni á þetta að verða ágætt.

Dagurinn byrjaði reyndar á að ég heimsótti leikskóla úti á Amager. Þar hitti ég litla stelpu sem á að byrja hjá okkur í júlí. Við urðum mestu mátar, og hún gaf mér fína mynd sem hún teiknaði handa mér. Ein svona mongólapæja sem fer inn í hjartað á manni um leið.
Í vinnunni var svo fjársjóðsleit og ís á eftir því ein var að hætta. Brjálað fjör. Allir út að leita að fjársjóðum í grenjandi rigningu. Blaut börn með ís í andlitunum, í húsi með súrri rakatáfýlu.
Ég dansaði svo með mínu liði í Diskó við Vennersangen sem sló í gegn í Melodi Grand Prix barnanna 2003, og að lokum drukkum við te og spjölluðum áður en þau fóru heim með rútunni.
Ég pakkaði saman og fór að passa hin börnin í heimahúsinu. Við borðuðum saman, héldum teiknikeppni, spiluðum Trivial Pursuit, dönsuðum hip-hop, lásum í stafakveri Halfdans, átum ís og svo burstuðu þau tennur.

Ó ljúfa líf.

Þetta er alltaf svona. Ég var nebblega að sjá stöðu auglýsta sem ég ætla að sækja um. Alltaf þegar það gerist finn ég hvað mér finnst gaman í vinnunni. Og að mig langar alls ekki í aðra vinnu.

Annars er hugurinn kominn hálfa leið heim þó það sé rúm vika þar til ég flýg.
En áður en ég dríf mig þá þarf ég að:
Sinna sjúkling sem var í uppskurði.
Kaupa pund handa stúdent sem er að flytja til London.
Finna afmælisgjöf og fagna afmæli Heiðins frænda sem haldið verður hjá Önulímu hans.
Kaupa útskriftargjöf handa viðskiptafræðing.
Kaupa afmælisgjöf.
Kaupa gjafir handa börnum og foreldrum.
Finna leigjanda sem er til í að flytja inn 1. júlí.
Þvo ósköpin öll af þvotti (eftir vinnu, þó þannig að seinasta vél nái að vinda fyrir klukkan 10 á kvöldin).
Lifa af næstrugluðustu viku ársins í vinnunni.

Já. Ég ætti að ná þessu.

Plönin eru svona með kærastann:
Hann kemur til Danmerkur frá Kína að kvöldi 28. júní. Fundur með hr. von Trier 29. júní að morgni. Annar fundur með mikilvægum einstaklingum um miðjan dag. Flýgur til Íslands að kvöldi 29. júní. Sóttur af kærustu í Keflavík. Ekið að sumarbústað. Sefur í þrjá sólarhringa.
Meets the Hammers.

miðvikudagur, júní 16, 2004

Ljómalind knýr dyra 

og reynir að komast inn. Krossleggjum fingur!

sunnudagur, júní 13, 2004

Deep Purple 

Velti fyrir mér hvort maður sá að verða gamall.

Búinn að eyða töluverðu púðri í að biðja son minn um að lækka í græjunum inni í herbergi. Þakka samt fyrir að hann er vel upp alinn, þ.e. hlustar á sömu músík og pabbinn.

Hann langaði samt ekki á Deep Purple með mér. 10 dagar þangað til maður bregður sér á þá tónleika. Er farinn að hlakka til. Geri ráð fyrir að það verði mikil upplifun að sjá Ian Gillan og félaga á sviði, þrátt fyrir að það sé nú farið að slá í þá.

Ég verð í stúkunni. Vildi það frekar en að standa fyrir framan sviðið með afdönkuðum "headbangerum" með luft gítarinn á lofti kyrjajandi í kór,
"Slow motion Walter, the fire-engine guy ...".


Þangað til kem ég til með að liggja fyrir framan knattspyrnuveisluna í sjónvarpinu.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com