<$BlogRSDUrl$>
Google

fimmtudagur, júlí 01, 2004

Af tvíförum og öðrum förum. 

Var að velta fyrir mér hvernig það væri að eiga tvífara. Samtarsmaður minn var að segja mér frá að hann eigi "illann" tvífara. Fólk sé að koma upp að honum og fullyrða að hann hafi unnið með þeim við skúringar. Hann kannast hins vegar ekki við að hafa unnið við skúringar á lífsleiðinni. Ég segi nú bara að það væri eins gott að minn tvífari kynni að þrífa klósett. Hugsið ykkur hve það væri slæmt fyrir afkomanda Frussu að eiga tvífara sem ynni við skúringar og væri þekktur af því að þrífa klósettin illa.

Halldór Benjamín Þorbergsson er ungur maður sem skrifar reglulega pistla á Deiglunni. Hann er skemtilegur aflestrar.

Annars er sumar á Íslandi og líður(greyið) að afmæli Sleggjunar. Heyrst hefur að einhverjir séu að velta fyrir sér hvað gefa skuli þeim gamla. Þeir sem hafa hugmyndir ættu að stinga upp á þeim, svona til þess að sá gamli fái nú pakka.

En hvað gefur maður 75 ára gömlum karli. Það er ekki eins og hann vanhagi um eitthvað. Ég sting upp á gjafakorti í Lyfju. Finnst það bæði praktískt og fyndið.

Annars verð ég fjarverandi á þessum merkisdegi og kem því ekki til með að mæta í afmælisveisluna. Sendi fulltrúa minn. Verð staddur í Lundúnum á fundi og formúlu.

Og það var og....




sunnudagur, júní 27, 2004

Sunnudagar... 

... eru góðir til að núllstilla tilveruna. Endi helgar, upphaf viku. Nú hef ég lokið við að sjúga ryk úr hverju horni íbúðarinnar í Þverholti 5 sem mig grunar að sé orðið formannslaust hvað húsfélagið varðar. Ég sendi henni Þrúði, bankastarfsmanni, póst sem áður sá um félagið til að grennslast fyrir um hver hefði tekið við þessu af henni þegar hún flutti. Ekki var haldinn neinn húsfélagsfundur þegar hún flutti að ég veit. Ég hef svolitlar áhyggjur af þessu af því að ég vil ekki sjá um þetta en vil samt ekki að þetta sé á milli hluta. Sumir myndu líkja þessu við söguna af Litlu gulu hænunni, lái mér hver sem vill.

Nóg um það. Ég stóð sjálfan mig að því í gær í fyrsta skipti á ævinni að halda með Svíum í íþróttaviðburði. Ég meina hvernig er annað hægt þegar hálft Manjúliðið er inná hjá Vindmyllu- og / eða klossverjum. Ég man þá tíð að maður tók upp hanskann fyrir Hollendinga og einkum og sér í lagi Frank Rijkaard eftir að hafa fengið kynþáttahaturshrákaslummu í fésið af ekki ómerkari mönnum en Rudi Voeller, núverendi þjálfara Þýskalands. Svo ég haldi mig við fótboltann hef ég lýst yfir stuðningi við heimamenn, Galana. Engu að síður tippa ég á að Tékkar vinni mótið.

Við fórum til Póllands. Þulan var blíðasta blóm sem sögur fara af, sennilega það 7 mánaða barn sem best er fallið til ferðalaga í víðri veröld. Mikil hetja að mati föður síns. Við hjúin gerðumst þjóðleg mjög og versluðum líkt og vafi léki á um tilvist morgundagsins. Þetta kom sér einkar vel þar sem verðlag í Póllandi er sérdeilis viðráðanlegt. Á heimleiðinni afrekuðum við að skipta um vél á Kastrup á 10 mínútum sökum seinkunnar fyrra flugsins. Hið sama er ekki hægt að segja um farangurinn okkar sem Flugleiðum tókst svo að skemma á endanum. Við bíðum spennt eftir símatalinu frá töskuviðgerðinni og bjóðum lesendum frussunnar að kíkja við til kaffidrykkju í tilefni þessa.

Við Lavi höfum ákveðið að synda saman í Kópavogi á hverjum degi fyrir vinnu það sem eftir lifir sumars. Ef fleiri vilja taka þátt í þessu er þeim bent á að mæta strípuð klkkan átta til móts við Nauthólsvíkina, óhrædd við slýið og selina.





This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com