föstudagur, júlí 16, 2004
Afmælissöngur
Hún á afmælídag hún á afmælídag hún á afmælún Ljómalind hún á afmælídag... Til lukku Ljóma með daginn!
Hún átti afmæláþriðjudaginn hún átti afmæláþriðjudaginn hún átti afmæliún Lady Margareth of Black Cliffs hún átti afmæláþriðjudaginn... Síðbúnar afmæliskveðjur lafði mín og fyrirgefðu að ég skyldi gleyma afmælisdeginum þínum!
Hún átti afmæláþriðjudaginn hún átti afmæláþriðjudaginn hún átti afmæliún Lady Margareth of Black Cliffs hún átti afmæláþriðjudaginn... Síðbúnar afmæliskveðjur lafði mín og fyrirgefðu að ég skyldi gleyma afmælisdeginum þínum!
Grillþreyta
Svakalega getur maður orðið þreyttur af því að grilla.
Maður til dæmis verður svo þreyttur að maður sofnar úti á lóð. Eða of þreyttur til þess að fara út í sjoppu eða í labbitúr. Og getur ekki vaskað upp.
Í dag fórum við í Byggingavöruverslun Kópavogs og keyptum okkur grill. Þetta líka lekkera tilboðsgrill. Húsbóndinn var búinn að láta hryggjarsneiðar af ungum verðlaunagelti liggja og baðast í jamaískum kryddlegi síðan í gærkveldi og glóðaði þær af mikilli snilld yfir hægum eldi á nýja heimilisvininum. Ilmandi og girnilegar voru þær bornar á borð ásamt brakandi fersku grænmeti, blíðum bassmatígrjónum og krassandi karrísósu. Það er skemmst frá því að segja að hlaupið var í ofboði eftir mjólk og mangósafa þegar fyrstu munnbitarnir hófu að krauma í munnum okkar. En ketið kláruðum við. Eftir matinn gæddum við okkur á spænsku eðalvíni sem Janni keypti á Heathrow í vor; Riojavín sem heitir Ysios, árg. 1999. Ætla að kaupa það á Spáni í ágúst. Þetta var náttla gjörsamlega óþarfur fróðleikur fyrir marga lesendur þessarar síðu.
Nú eru Jack Lemmon og Walter Matthau í sjónvarpinu og ekkert nammi til og ég svona þreytt...
Maður til dæmis verður svo þreyttur að maður sofnar úti á lóð. Eða of þreyttur til þess að fara út í sjoppu eða í labbitúr. Og getur ekki vaskað upp.
Í dag fórum við í Byggingavöruverslun Kópavogs og keyptum okkur grill. Þetta líka lekkera tilboðsgrill. Húsbóndinn var búinn að láta hryggjarsneiðar af ungum verðlaunagelti liggja og baðast í jamaískum kryddlegi síðan í gærkveldi og glóðaði þær af mikilli snilld yfir hægum eldi á nýja heimilisvininum. Ilmandi og girnilegar voru þær bornar á borð ásamt brakandi fersku grænmeti, blíðum bassmatígrjónum og krassandi karrísósu. Það er skemmst frá því að segja að hlaupið var í ofboði eftir mjólk og mangósafa þegar fyrstu munnbitarnir hófu að krauma í munnum okkar. En ketið kláruðum við. Eftir matinn gæddum við okkur á spænsku eðalvíni sem Janni keypti á Heathrow í vor; Riojavín sem heitir Ysios, árg. 1999. Ætla að kaupa það á Spáni í ágúst. Þetta var náttla gjörsamlega óþarfur fróðleikur fyrir marga lesendur þessarar síðu.
Nú eru Jack Lemmon og Walter Matthau í sjónvarpinu og ekkert nammi til og ég svona þreytt...