<$BlogRSDUrl$>
Google

þriðjudagur, júlí 20, 2004

Atlas t 

Jæja
 
Of mikið að gera, of lítill tími til skrifta.
Margt að gerast.
 
Fórum á Hárið.
 
Dálítið öðruvísi en uppsetningin fyrir 10 árum. Búið að breyta sögunni lítilega, færa lög á milli persóna og Frank Mills er öfugur. Kóraatriðin frábær en einsöngurinn ekki eins góður og í den.
Og þó..... flestir stóðu sig ágætlega en mér fannst Selma sýst. Uppgötvaði nýja stjörnu Ölmu Rut Kristjánsdóttur. Þvílík önnur eins rödd. Fyrir frumsýningu var hún búin að vera koma fram með Selmu til kynningar á söngleiknum. Ég sá þær í sjónvarpinu og greinilegt að hér var komin nýr tónn. En hvað gerist, hún er greinilega farin að skyggja á stjörnuna Selmu. Greinilega búið að minnka hennar hlutverk til muna. Hún fékk ekki einu sinni míkrófón í lokalaginu, en toppaði samt Selmu á háu tónunum.
Fyrir þá sem ekki muna eftir Ölmu.
Selma er samt með flott brjóst.
 
Fór á Langó.
 
Tók þátt í að pússa pall. Mr. Murta var búinn með stærstan partinn en af góðmennsku skildi eftir c.a.1/4 handa mér. Parketvélar geta verið dintóttar en þær venjast. Var aumur í hrömmum og ytra lærbrygði fram eftir degi. Áður en byrjað var að þekja pallkrílið með olíu hringdi sonur minn, olnbogabrotinn. Ég af stað í Grafarvoginn og kom að syni mínum þar sem verið var að sprautann niður í sjúkrabíl. Elti niður á slysó og þar var drengurinn myndaður, í olnboga og fyrir. Niðurstaða: ekki brotinn en sprunginn. Í fatla í eina til tvær vikur. Til baka á Langó og aðstoðaði við að ólíubera krílið.
 
Fór til Englands.
 
Það var gaman.
 
Fór með fleypur.
 
Fleypur er skemmtilegt orð. Vel það sem orð vikunnar að þessu sinni.
 
Fer að sinni,
Tinni,
 
Ps. Aðdáendur Spákökunnar er beðnir velvirðingar á sumarleyfi starfsmanns Fréttastofu Spákökunnar. Það stendur vonandi ekki mikið lengur.
 
 
 
This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com