laugardagur, júlí 31, 2004
Frídagur verslunarmanna
Jæja verslunarmanna helgin komin og enginn staður þurr. Eins og venjulega... Við þessi tvö úr Sigurhæðargenginu ætluðum æí útilegu allveg þangað til áðan, þegar ákveðið var að gista á einu af þessum æðislegu fosshótelum. Nú er ferðinni heitið á Bifröst.
Sjáumst, en ekki fyrr en á mánudagskvöldið!
Sjáumst, en ekki fyrr en á mánudagskvöldið!
föstudagur, júlí 30, 2004
Komiði sæl!
Prísa mig sæla að tilheyra þeim kynslóðum sem muna Sigurð heitinn Sigurðsson, íþróttafréttamann hjá Ríkisútvarpinu. Ekki nokkur maður fyrr né síðar náð þvílíkum snilldartökum á heilsinu.
Ég skil ekki rassgat í hæpinu kringum þessa Hringadrottinssögu. Mikið leiðist mér þessi andskoti. Langdregin helvítis þvæla. Gat aldrei heillast af Tolkien á lesefnisalætuárum mínum og geri það enn síður nú. Myndirnar bæta ekkert úr skák. Uppskrúfaðar, slepjutónlistarvælsenur í bland við tölvutrikk með munkakóraívafi. O emm gé, eins og prinsupessan mín segir. Uss og fuss, eins og ég segi.
Fríða frænka frá Ameríku kom í gær. Um leið og haustið. Gaman hjá okkur. Leiðindi hjá þeim sem gubbuðu sig í fleiri klukkutíma til Vestmannaeyja með fulla vasana af bókstafstöflum... sem Öflug Löggæsla hirti við komuna. Búin að ná í þrjátíu dóphafa strax í upphafi helgar. Seig, Öflug.
Lavinn fór á Laugarvatn með fjölskylduna. Gullpúngur og gengið til Írlands. Útilegudrottningin sjálf hætti við að fara úr bænum. Borgar sig ekki heldur þegar maður býr í Glæpabæ. Við ætlum að njóta kyrrðarinnar innan borgarmarkanna þessa helgi. Kannski fara í sund og á söfn. Þá getur vinnusjúklingur líka svalað fýsninni... smávegis... Veitir ekki af ef maður á að geta farið afslappaður til Spánar eftir nokkra daga.
Við fórum út að borða í kvöld á Rauðará. Fyndnir svona staðir sem eru að þykjast vera eitthvað sem þeir eru ekki. Ekki kitsað, heldur svona obbolítið ósmekklegt... eins og sóðastelpa sem úðar yfir sig ódýru ilmvatni og spígsporar um í merkjavöru úr Kolaportinu sem framleidd er í Sjanghæ. Svo slekkur maður bara ljósin og kveikir á kerti og heldur að enginn finni lyktina. Maturinn var allt í lagi, súpan reyndar mjög góð þó köld væri. Félagsskapurinn frábær.
Guð blessi kónginn. Nú er liðið að hvíla sig á Hringnum og spyr hvort ég ætli bara að sitja við tölvuna í allt kvöld!
Ég skil ekki rassgat í hæpinu kringum þessa Hringadrottinssögu. Mikið leiðist mér þessi andskoti. Langdregin helvítis þvæla. Gat aldrei heillast af Tolkien á lesefnisalætuárum mínum og geri það enn síður nú. Myndirnar bæta ekkert úr skák. Uppskrúfaðar, slepjutónlistarvælsenur í bland við tölvutrikk með munkakóraívafi. O emm gé, eins og prinsupessan mín segir. Uss og fuss, eins og ég segi.
Fríða frænka frá Ameríku kom í gær. Um leið og haustið. Gaman hjá okkur. Leiðindi hjá þeim sem gubbuðu sig í fleiri klukkutíma til Vestmannaeyja með fulla vasana af bókstafstöflum... sem Öflug Löggæsla hirti við komuna. Búin að ná í þrjátíu dóphafa strax í upphafi helgar. Seig, Öflug.
Lavinn fór á Laugarvatn með fjölskylduna. Gullpúngur og gengið til Írlands. Útilegudrottningin sjálf hætti við að fara úr bænum. Borgar sig ekki heldur þegar maður býr í Glæpabæ. Við ætlum að njóta kyrrðarinnar innan borgarmarkanna þessa helgi. Kannski fara í sund og á söfn. Þá getur vinnusjúklingur líka svalað fýsninni... smávegis... Veitir ekki af ef maður á að geta farið afslappaður til Spánar eftir nokkra daga.
Við fórum út að borða í kvöld á Rauðará. Fyndnir svona staðir sem eru að þykjast vera eitthvað sem þeir eru ekki. Ekki kitsað, heldur svona obbolítið ósmekklegt... eins og sóðastelpa sem úðar yfir sig ódýru ilmvatni og spígsporar um í merkjavöru úr Kolaportinu sem framleidd er í Sjanghæ. Svo slekkur maður bara ljósin og kveikir á kerti og heldur að enginn finni lyktina. Maturinn var allt í lagi, súpan reyndar mjög góð þó köld væri. Félagsskapurinn frábær.
Guð blessi kónginn. Nú er liðið að hvíla sig á Hringnum og spyr hvort ég ætli bara að sitja við tölvuna í allt kvöld!
þriðjudagur, júlí 27, 2004
Velkomin vertu
Nýr meðlimur niðjanna
Mig langar að þakka ykkur innilega fyrir aðganginn að frussu vefnum (: Og einnig vil ég þakka fyrir linkinn sem að hefur verið gerður og virkar vel (:
Takk fyrir mig
prinsupessan
Takk fyrir mig
prinsupessan
mánudagur, júlí 26, 2004
Enn fjölgar...
á frussunni. Nú bíðum við spennt eftir að prinsupessan taki þátt. Sjá einnig nýjan link hér til hliðar.
Þá höfum við formlega lánað borðið sem ættingjarnir gjörsamlega slógust um.
Matrix froskurinn hefur ásótt mig undanfarið og sennilega stefnir í fjölmörg leikrit.
Annars hljómar Novi ávalt vel sem Chopin.
Ég óska eftir upplýsingum um hvernig best er að fá vef til að sjást sem eftst á google.
Þá höfum við formlega lánað borðið sem ættingjarnir gjörsamlega slógust um.
Matrix froskurinn hefur ásótt mig undanfarið og sennilega stefnir í fjölmörg leikrit.
Annars hljómar Novi ávalt vel sem Chopin.
Ég óska eftir upplýsingum um hvernig best er að fá vef til að sjást sem eftst á google.
sunnudagur, júlí 25, 2004
Þjórað við Þjórsá.
Það er greinilegt að Frussungar eru í fríi þessa dagana. Eru bara allir sofandi.
Ég og Spúsa sprettum úr spori og bruggðum okkur í túristaslóðir í gærdag. Okkar auðnaðist sá heiður að vera boðið í flúðsiglingar niður Þórsá eða allavega part af henni. Mikil gleði og gaman en þetta skilur eftir sig þreytu og eymsl í líkama. Ég hef sem sagt synt, svamlað og súpt á ánni kenndri við þjór.
Annað var það ekki....
Ég og Spúsa sprettum úr spori og bruggðum okkur í túristaslóðir í gærdag. Okkar auðnaðist sá heiður að vera boðið í flúðsiglingar niður Þórsá eða allavega part af henni. Mikil gleði og gaman en þetta skilur eftir sig þreytu og eymsl í líkama. Ég hef sem sagt synt, svamlað og súpt á ánni kenndri við þjór.
Annað var það ekki....