<$BlogRSDUrl$>
Google

fimmtudagur, ágúst 05, 2004

Laugarvatn 

Þá er maður loksins kominn í netsamband aftur. Ný kominn frá Laugavatni eftir tæplega vikuafslappelsi. Laugarvatn er merkilegur staður fyrir okkur afkomendu Frussunar. Það var á Laugarvatni sem að Frussan lærði til húsmóður og tók sósu- og súpuprófið upp á 10. Nú þekki ég ekki sögu bræðra minna en ég veit að minnsta kosti að ég og systur mínar komum árlega á uppvaxtarárum okkar. Það gerði spúsa mín líka og við höfum alla tíð litið til Laugarvatnsins sem stóran part í okkar lífi. Fórum þess vegna í brúðkaupsferðalagið okkar (heilir 3 dagar) á Laugarvatn. Gvelda kom með sitt slekti og Ameríska frænku í heimsókn. Ótrúlega gaman að rifja upp gamlar minningar með Gveldu. Hríslan, gufan, míið, Jónas, Björkin, mötuneytið í héraðsskólanum( man enn bragðið af þurru þríhyrningsskornu súpubrauðinu) og Auswitch sundlaugin. Systurnar Arndís og Margrét rifjuðu síðan upp á þriðjudag og miðvikudag. Renndi fyrir fisk en hann lét ekki segjast. Ég er ekki mikill veiðimaður en það kemur. Sævar Orri, Anna Kristjana og frændi þeirra Þórður réru hringi í rúmlega tvo tíma í ausandi rigningu í gær. Vildi ekki betur en að um kvöldmatarleytið var Sævar hættur að geta talað vegna bólgu í tungu og hálsi. Eftir stutt stopp hjá héraðslækni 30km frá Laugarvatni var ákveðið að leyfa drengnum að vera veikur í sínu eigins rúmi. Gripum með okkur það allra nauðsinlegasta og beint í bæinn. Ég og Spúsa fórum síðan aftur í dag til þess að þrífa íbúðina. Það var ekki gaman

miðvikudagur, ágúst 04, 2004

Gönguleið eða bara svona almennt lúin... 

Við pabbi vorum alltaf svo heilluð af því að það væru sérstakir vegarslóðar út um alla Hrísey fyrir þreyttar konur. Sérmerktir slóðar með skiltum sem á stóð: Gönguleið.

Ég er meira svona almennt leið, eða lúin. Leið á vinnunni. Og hef ekkert smávegis að gera, enda á leiðinni til Kóngsins eins og fram kemur hér á undanverðunni. Rúmir tveir vinnudagar eftir og ég bara blogga. Obbolítið.

Ég fór nefnilega áðan inn á hagstofuvefinn til þess að leita uppi mannfjöldatölur í sveitarfélögunum mínum sjö og fann þá þennan líka skemmtilega samkvæmisleik fyrir leiðar konur. Leikurinn heitir: Hve margir heita... Ég fann út að ég á eina nöfnu í þjóðskránni, sömuleiðis sonur minn, en karlinn á engan nafna. Lofthæna er ekki lengur til og ekki heldur Hilaríus.

Kannski maður láti gott heita í bili. Skrái hjá mér bananastöng.


þriðjudagur, ágúst 03, 2004

Fréttir úr Danaveldi 

Hej!

Ekki segja neinum en ég sit hér og blogga með símann á öxlinni. Vinkona mín er að lesa fyrir mig óskaplega langt ástarbréf frá Hollendingi sem hún lennti á séns með á tjaldstæði einhversstaðar á frönsku Rivierunni. Það er greinilega framtíð í sambandinu.

Ég sit hér sólbrennd og sæl, með kjúlla í maganum. Sórkostlegi kærastinn er út úr bænum að búa til bíómynd. Þá borða ég kjúkling. Ég er röndótt eftir helgina. Við vorum á Ærö.
Ég mæli með Ærö.
Stórkostlegi kærastinn var að taka upp mynd. Og nú er ég kvikmyndastjarna því ég lék í myndinni. Eða réttara sagt pilsið mitt. En ég fékk að ganga af stað í því þegar stórkostlegi kærastinn sagði "Eeeeeend aksjón!"
Hann er víst alveg óskaplega góður í þessu.

Ég er röndótt því við lágum smá á ströndinni. Ég er ekki svona kona sem dýrkar sólböð og passar að vera brún á milli rasskinnanna. Ég er meira svona kona sem finnst óskaplega gaman að raða steinum á sofandi kærastann sinn á meðan hann sefur í sólinni, og taka skemmtileg vídeó af honum. Ég er þess vegna skaðbrennd á baki og öxlum en tiltölulega næpuhvít annarsstaðar á kroppnum. Mjög dökk á handleggjum ofanverðum en ljós á hinni hliðinni.
Það er vont að vera sólbrennd á bakinu þegar stórkostlegi kærastinn er í burtu. Það er enginn til að bera á!!! Ég fékk eina í vinnunni til að bera á mig í gær. Vaknaði svo í nótt alveg sjóðandi og náði einhvernvegin að löðra á mig kremi sem ég fékk af sömu vinkonu sem fékk annað stigs bruna á Rivierunni.
Gott að vera ofliðug.
Samt betra að hafa kærastann.

Annars er það að frétta að ég er líklega að fara í mál við Vinnuslysatryggingafélagið. Þeir áfrýja nebblega dómi Vinnuslysanefndarinnar sem vilja gjarnan borga tímana sem ég fékk hjá sálfræðingnum eftir "sálræna vinnuslysið". Ég er nú ekkert stressuð, ég hringi í lögfræðing á morgun. Ég held að það sé ekkert erfitt að sanna að ég fékk taugaáfall þarna um árið þegar ég sparkaði í fatlaða barnið.
Ekki það að ég er fræg fyrir að vera vond við börn.
Í síðustu viku gerði ég svo harkalegt Baby Heimlich á eina að hún kastaði upp sleikjónum sem hún hafði sogið svo kröftuglega á að hann festist í hálsinum á henni.
Í vinnunni núna eru átta vitleysingar. Sem betur fer er bara ein sem pissar í buxurnar. En hún pissar ca. 1 1/2 lítra í einu. Það heitir varla að pissa í buxurnar, meira svona að pissa stóran poll á gólfið eftir að hafa fyllt skóna. Hún er ekkert voðalega dugleg að þurrka upp sjálf.

Ég er mest að hlakka til næstu helgar, Gweldan kemur í heimsókn.
Þá verður gleði á Hjalla í Kaupmannahöfn.
Ég er svona að semja nammipöntunina, en næ ekki lengra en að bananastöng. Ó jú, og Rjóma Toffí.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com