<$BlogRSDUrl$>
Google

miðvikudagur, ágúst 11, 2004

kjamsað á Haribó 

ókei, þá er það á hreinu (ef einhver efaðist): Lavi er snilli.

Þetta fannst mér finndið blogg.
Ekki það að mér finnst við öll óskaplega skemmtileg og góðir pennar. Það finnst ykkur hinum líka, ég veit það. Ég hef tilhneygingu til að finnast ég sjálf minnst skemmtileg og þið hin snillingar.

Þetta gerist æði oft þessa dagana. Ég les ókeypisblaðið í strætó og hugsa: "vá, en vel skrifuð grein, ég gæti nú örugglega ekki verið svona skemmtileg ef ég skrifaði greinar".
Mér finnst líklegt að aukning þessara hugsana skyldist (mín er sko dönsk) nærveru starfsloka á núverandi vinnustað (vá, flott setning!).
Það er líka þess vegna sem ég sit með þrjá poka af Haribó ógeðsnammi og kók. Ét mig til ógleði.

Þannig er nebblega mál med veksti, at jeg og min mand... nei, að þegar ég þarf að fara að sækja um vinnur, tekur sjálfsálitið dýfur. Alveg merkilegt.
"Ég er ekki nógu góð" er mantran.
Henni er svo dyggilega svarað með "jú víst!", þó nær það ekki lengra en svo að ég enda á deiti með Haribó.

Þá er nú gott að hafa Helene. Helene skrifar fyrir mig umsóknirnar og skorar öll viðtölin. Ég fer svo í viðtölin og landa vinnunni. Helene hefur náð inn hverri einustu vinnu sem ég hef sótt um í Danmörku.
Helene hefur líka óbilandi trú á mér. Hún staðhæfir að hún ljúgi aldrei í umsóknunum, að ég geti allt sem hún skrifar, á meðan ég svitna yfir því sem ég les yfir öxlina á henni.
Ég hef reyndar aldrei reynst ódugleg í vinnu hér, allavega hefur enginn kvartað yfir því að ég hafi logið í umsókn.

Ég hata að skrifa umsóknir. Ég hef skrifað óteljandi umsóknir hér í Danaveldi og finnst það eitt af því leiðinlegasta sem ég geri. Ömurð.
Ég hef verið blessunarlega laus við umsóknaskrif í rúmt ár. Þó hef ég skrifað eina og eina hér og þar þegar ég sá eitthvað kræsilegt auglýst. Nú er staðan sú að ég þarf á kraftaverki að halda.
Spurning hvort ræða eigi við nunnurnar í Hafnafirði eins og um árið þegar ég fékk blettinn á heilann?

Oh well.

mánudagur, ágúst 09, 2004

The Taxicabhunk at large. 

Á eldhúsgólfinu heima hjá mér er lortur. Það er ekki heimilslortur, nei það er eftir afgangskrakka sem var með lort undir skónum. Mér leiðast gestir sem eru með lort undir skónum.

Annars er sumar á Íslandi. Veðurblíðan ríður ekki við einteyming þessa dagana. Áætla að veðurblíðuna eigum við húsmæðraorlofi Ingveldar að þakka. Megi hún vera sem lengst.

Helgin hjá mér gekk að þessu sinni út á hönk við staurin. Ótrúlega gay í bænum. Merkilegt hvað svona festival gerir fyrir heilann á manni. Maður verður svo gay eitthvað.

Annars var eini gay farþeginn minn þessa helgina lesbía á Langholtsveginum. Hef keyrt hana áður. Hún kveður mann með kossi ef henni líkar við mann. Fékk einn á kinnina.

Keyrði samt mikið af fullum hjónum. Undarlegt með full hjón. Þurfa voða oft að vera rífast á leiðinni heim. Yfirleitt vegna þess að eiginmaðurinn er heimskur að mati eiginkonunnar. Mikið af heimskum mönnum um helgina. Sumir í Kórónajakkafötum.

Taxastubbur

Laugardagur 7. ágúst 2004 kl:15:55
Persónur: Bílstjóri og tveir farþegar, karlmenn á öðrum degi í drykkju(Hannes og Diddi).
Staðsetning: Leigubíll úr Grafarvogi í Breiðholt með viðkomu í ATVR í Grafarvogi.

Bílstjóri(B): Góðan daginn.

Hannes(H): flufruruvuf
Diddi(D): Daginn

B: Og hvert erum við þá að fara?
H: flufruruvuf
D: Breiðholt

H: flufruruvuf
B: Fyrirgefðu hvað segir þú ?
D: Nei, Hannes ég þarf ekki í ríkið.
H: Ég þar í rígið.
B: Ríkið semsagt?
H: flufruruvuf
H: Vittu ekki fá smávegis.
D: Nei
H: Ju eikkað´e það ekki
D: Nei Hannes ég nenni ekki að burðast með einhvern poka.

( Bíllinn rennir upp að ÁTVR og H stígur út úr bílnum)

D: Heyrðu keyptu einn Slána.

( B og D bíða í bílnum í hátt í 10 mín. Ekkert er sagt en af og til brestur D í söng með lögum úr útvarpinu )

D: Vo'alegan tíma tekur þetta, hvaða er hann að gera.
B: Ég sá hann fara inn í skartgripaverslunina.
(Skyndilega byrtis H og kemur inn í bílinn)
D: HVað varstu að gera
H: flufruruvuf
H: É va a kauba ammælisgöf handa Erlu.
D: Hva, á Erla ammæli í dag ?
H: Neee é skuldenni altaf gjöf, kanski ekki alveg tobb eiginmadur
D: Hvenær átti´hún ammæli ?
H: Átjánda máí
B: tíhí
D: Nú þá er etta allt annað
H: Er mér þá fyrirgefið Diddi minn ?
D: Já þú ert flottur, allt fyrirgefið elsku kallinn.

(Bíllinn rennir upp að Breiðholti og stoppar)

B: Það verða 4870.
H: flufruruvuf flufruruvuf flufruruvuf

Endir.

Að öðru leiti hef ég það gott.

Ég er nú soldið að spökulera 

Er ekkert að gerast á Dalvíkinni? Er fréttaritarinn ekki löngu kominn frá Laugarvatni?

Ég sá að pósturinn minn áðan var skrásettur um ellefuleytið. Þið haldið sjálfsagt að ég sé svona skandinavísk í háttum orðin að háttatíminn hafi verið um fréttaleytið... Nei, hér lifir maður hátt og fer ekki í rúmið fyrr en undir ellefu!

Nú ætla ég að laga tímann fyrir hana Tutlu mína.


sunnudagur, ágúst 08, 2004

Sleepless in Copenhagen  

Jæja, krakkar mínir nær og fjær. Nú er ég stödd í Tutluhúsi og get ekki sofnað. Ekki að ég sé ekki lúin, ó, sei sei, jú, eftir langan röltdag í þrennum skóm. Ég hef verið við það að festa svefn nokkrum sinnum en alltaf hrokkið upp við suð í næsta nágrenni við eyrun á mér. Finn samt ekki andskotans fluguna. Mér er skapi næst að halda að hún sé inni í hausnum á mér. Þar af leiðandi ákvað ég um síðir að setjast við skriftir og reyna að þreyta mig nógu mikið til þess að ég sofni áður en flugan byrjar að suða.
Það var hiti og heiðskíra í gamla höfuðstaðnum í dag. Mogginn segir 25 stig og önnur 25 á morgun, en leigjandinn segir 23 stig og að spáð sé 27 á morgun. Við vitum náttúrulega hverjum við eigum að trúa. Ég tékkaði á Barselónuspánni fyrir næstu daga og þar er stanslaus 30 gráðu hiti. Ætli það verði ekki talsvert um síestu hjá okkur stöllum í húsmæðraorlofinu.
Fyrsti í orlofi var yndislegur ef frá er talið skótaustúss mikið sem ekki verður farið nánar út í hér. Skoðaði mig um á Österbro, sem ég held að ég hafi aldrei gert áður. Það var næstum eins og að vafra um á Manhattan á sjálfstæðisdeginum, varla kjaft að sjá. Allir á ströndinni. Annað hvert kaffihús lokað, eða ekki til í að næra okkur systur. Enduðum á ágætis kaffihúsi með geitungum og geðstirðum gengilbeinum en gröbbið var gott...
Svo borðaði ég tvö vínber í kvöldmat. Drakk Gullfoss af sódavatni í dag og hef verið að skila honum aftur síðustu klukkutímana. Held sjálfsagt vöku fyrir leigjandanum með stússinu í mér. En hver getur sofið með Friðrikku sína fulla af frussi og flögrandi fluguskratta um allt?
Mér er spurn.
Með kveðju frá Köben.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com