<$BlogRSDUrl$>
Google

föstudagur, ágúst 27, 2004

Ójá, og svei mér þá 

Hva, mín bara komin í frí?
Ójá, er að fara til Bornholm í viku.
Einhvernvegin er það svona, að þegar maður notar sumarfríið sitt í eina langa fjölskylduheimsókn, þá kemur maður prittý úrvinda til baka. Þá er best að taka annað frí.

Mér finnst þetta dáldið spennó, ég veit nebblega ekki hvort ég kem jafn úrvinda úr þessu fríi og ég kom úr því seinasta.
Ég er nebblega að fara með tilvonandi tengdamóður, systur hennar, og tilvonandi mágkonu minni. Og stórkostlega kærastanum. Þetta verða Pétur og píurnar.

Það á að leigja bíl og sigla á bát. Tilvonandi tengdamóðir mín hefur haft smá áhyggjur af því að ég geti ekið upp að húsinu sem búið er að leigja á Bornholm. Það liggur niður að því brött brekka. Mæðginin veltu vöngum yfir þessu, þar til ég spurði í sakleysi mínu hvort þetta væri verri keyrsla en hann hefði ekið með mér á Íslandi?
Rifjaðist þá upp fyrir stórkostlega kærastanum að ég hef alveg séríslenska fjallakeyrslufærni sem þróast sérstaklega við að taka bílpróf í íslenskum febrúar. Ég hlakka nú dáldið til að aka þessa dönsku brekku, enda eru þær sjaldséðar.

Það er nú barasta hrein óheppni að ég bloggi í kvöld.
Ég ætlaði að leigja mér bíómynd en fattaði, mér til mikillar gremju, að ég var nýbúin að éta fyrir síðustu krónurnar mínar.
Øv, segir maður á dönsku.

Nýr liður hjá Lava 

Hef ákveðið að koma með nýjan lið hér á Frussu.

Skeeeemmmmmmtiiiiiiilleeegaaaaarrrr fyrirsagnir !!!!


Fyrirsögn 1.

mbl.is
Forsíða
innlent

Innlent 26.8.2004 16:05
Grauturinn fékk slæma einkunn vegna rúsínuskorts

fimmtudagur, ágúst 26, 2004

Samræður mæðgina, yfirsett á svahílsku: 

Furaha : Hamingja

Bure : Ókeypis

James Brown : Ofvirkur, eldri maður með kæki, frægari en 50 Cent

Ghali : Dýrt

Mpira : Fótbolti

Kiatu : Skór

Pia ghali : Líka dýrt

þriðjudagur, ágúst 24, 2004

Clinton fékk sér pylsu á Bæjarins bestu  


Innlent 24.8.2004 14:27
Clinton fékk sér pylsu á Bæjarins bestu

Bill Clinton, fyrrum Bandaríkjaforseti, hefur nú eftir hádegið verið í miðborg Reykjavíkur. Hann heimsótti m.a. Listasafn Reykjavíkur í Tryggvagötu, gekk síðan eftir götunni í góða veðrinu og veifaði til vegfarenda og heilsaði sumum. Bílalest Clintons beið hans við Bæjarins bestu í Tryggvagötu en þar kom forsetinn fyrrverandi við og fékk sér heita pylsu áður en hann steig inn í bíl sinn.

Það var og.....

Næsta skref í baráttunni 

Ég held ég taki undir með Sveimhuga, tími er kominn á nýjan kvennalista. Það hefur ekkert upp á sig að vera kellíng í gömlu flokkunum, nema maður sé með óverdós af testosteróni og til í að haga sér eins og kall, sbr. Togga svindl. Hún verður samt aldrei forsætisráðherra eða formaður flokksins. Það er sko búið að finna alvörukall í það, einn með tippi. Hann býr í Mekka og á sér flugfreyju sem sér um ólétturnar fyrir hann. Flottur og vatnsgreiddur og meira að segja með rétta nafnið.

Kerlingarnar í framsóknarflokknum hafa aldrei verið neitt annað en skraut. Hins vegar hafa þær reynst mjög nauðsynlegt skraut og fengið sína umbun í samræmi við það. Flokkurinn enda fleytt sér áfram á nútímagildaklisjunum í kosningabaráttunni (og brosinu hans Halldórs). Menn gera sér grein fyrir því að það er ekki hægt að næla sér í hálft konungsríkið með því að lofa nýjum þreskivélum og meiri mjólkurkvóta, eingöngu. Nei, jafnrétti kynja og dóplaust land. Alltaf einhverjir jólasveinar ginnkeyptir fyrir því. Slettum inn skattalækkunum og þá er okkur borgið. Svo herðir maður bara að hálsinum ef kellíngarnar fara að gagga á eigin spýtur.

Nú er spurning hvers megnugt hið nýja femínistafélag er. Byggt á stoðum Bríetanna, sem helst slógu um sig með slagorðum í ætt við "kynþokkafull en klár", "gáfuð í géstreng", "þó maður sé sexý er ekki þar með sagt að maður hafi ekki áhuga á stjórnmálum" og "jafnrétti, je, je, je - fokking sjálfsagt mál". Ég verð að segja að mér finnst spaugilegt að karlaklúbbur femínistafélagsins sé eini angi hreyfingarinnar sem gerir vart við sig. En, ég veit að það eru alvörukonur í félaginu. Og nú bíð ég spennt.

Annars er spurning hvort leiðin til jafnréttis er ekki leið Eve og Adele, snæðingsvinkvenna okkar Tutlu. Crossing the boundaries of gender... Skella Halldóri í bleikan kjól og raka af honum hárið. Það er mín uppástunga.

Að lokum vil ég kynna nýjan dagskrárlið; Swahilistundina. Í henni mun ég leitast við að kenna lesendum mínum Swahili.

Chama cha siasa : Stjórnmálaflokkur

Waziri mkuu : Davíð Oddsson

Juha(ma) : Fáviti

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com