<$BlogRSDUrl$>
Google

föstudagur, september 17, 2004

Jæja þá 

Þá eru krakkakrílin á leið í "frí". Lendir á okkur foreldrunum að þurfa að hugsa um að þau hafi eitthvað fyrir stafni. Eins og maður fái nú ekki nóg af því á sumrin. Óþolandi að þurfa að vera að eyða svona miklu púðri í þessi krakkarassgöt þegar maður borgar skatta og ætlast til þess að þeir dugi til þess að halda þessu liði á mottunni sem sér um þessi pössunarmál fyrir mann. Bíddu, var ekki annars örugglega verið að lofa mér skattalækkun?

Og ástæðan fyrir því að 18 ára skóladroppátljóskan í tíu ellefu er með hærri laun en nýútskrifaður umsjónarkennarinn í sex ára bekk er ærin: Það er nefnilega svo LEIÐINLEGT að vinna á kassa!! Lífið er nefnilega ekki sanngjarnt.

Mér er nokk sama þó mínu barni sé kennt af ómenntaðri, metnaðarlausri og illa launaðri stelputuðru, besta veganestið í lífinu er hvort eð er það sem maður lærir af reynslunni... ekki satt? Kæmi mér ekki á óvart að þetta sé málið.

Og nú er það kennaraverkfallinu að kenna að akureyrskir unglingar reyki hass.

Það er eitthvað að Íslendingum.

Lasin 

Já, það var ekki um annað að ræða en að vera heima í dag.
Íllt í lúngunum.
Hóst hóst.

Það tók mig ótrúlega langan tíma að hringja mig veika. Það er nebblega svo mikið að gera í vinnunni að ég hef varla samvisku í að vera heima.
Svo kom Skynsemin inn í myndina.
"Tutla litla", sagði Skynsemin, "manstu þegar þú varst óvinnufær í 9 mánuði af því þú slóst heimsmetið í að fara í vinnuna veik?"

Það þurfti ekkert frekari röksemdarfærslu til, ég pillaði mig í apótekið, horfði með öfund á Norsku Brjóstdropana, og keypti svo einhverjar etanólfríar töflur.
Ég man alveg hvað þessir norsku voru effektívir. Og í dag er vont að anda.

Stórkostlegi Kærastinn hringdi með vídeósímanum og spurði hvað ég vildi borða í kvöldmat.
Þessi elska er að koma með mat heim. Og var ofaníkaupið sætur í vídeóinu.

Ég er ekki eins fín, á ljósbláum frottésloppnum. Ég er ekki mikil vídeómyndatökukona, en er þó búin að fatta að maður getur fiffað sig fallegan með réttri lýsingu.
Sem sagt, í myrkri.


fimmtudagur, september 16, 2004

Skype 

Fyrir ykkur sem notið http://www.skype.com þá eru gömlu hjónin komin í samband

Skypename: frussa

Hálf fjögur 

Þannig er mál með vexti að yngsti meðlimur Hammersklansins er að læra að sofa ein í rúminu sínu og að hætta að drekka mjólk á nóttunni.

Af því leiðir að faðirinn er á fótum á svo undarlegum tíma.

Annars er faðirinn í fyrsta launaða sumarfríinu og finnst það fremur undarlegt.

Kom þó við í Húsasmiðjunni í Súðarvogi (muniði lagið?) og keypti nokkra hluti til að föndra með hér innanhúss. Brátt verður Þverholtið fýsilegri staður til að vera á en Brimborg.

miðvikudagur, september 15, 2004

Máttur kvikmyndanna 

Ókei, sá Kill Bill Vol. 2.
Prufutími í Akídó allt í einu öllu fýsilegri kostur.
Uma er kúl, engu síðri í 2 en hún var í gula leðursettinu í 1.
Ég vil líka vera kúl.

Fannst svo stórkostlegi kærastinn ekki nógu skaplegur í gærkvöldi. Allur Akídóvilji fauk út um gluggann um leið.
Býð honum í mat á fimmtudagskvöld í staðinn.
Elda íslenskt lamb í rjómasveppasósu.

Híííííííííjah!

þriðjudagur, september 14, 2004

Bloggdís litla komin á kreik 

Ég get alveg eins bloggað fyrst ég er komin á fætur 2 tímum fyrr en ég þurfti.

Hér gengur allt vel. Það er verið að leggja drög að tiltekt í íbúð Stórkostlega Kærastans, þar sem allt stefnir í sambúð. Ég er nú ekki alveg á því að sleppa höndum af íbúðinni minni svo haldiði bara áfram að koma í heimsókn.
Það gerist þó væntanlega fyrir rest.

Annars er ég nú barasta að bíða eftir þvottavélaviðgerðamanninum (veit ekki hvernig maður segir það á Swahili). Það er bilað.

Stórkostlegi kærastinn er í fyrsta ökutímanum sínum, tvöföldum. Sá tími var settur á 6:50 þannig að ég var vakin hér með bramli í árdaga. Ekki margir sem ná að afreka að vera vaktir með bramli í árdaga.
Ég er semsagt á þvottavélavaktinni.
Ég reyndi að útskýra fyrir kærastanum að ég þyrfti að fara í vinnuna.
Ég lét bara vera að útskýra fyrir honum að þótt Akido væri góð hugmynd og að ég ætti jogging buxur, þá væri ég ekkert að fara í prufutíma á fimmtudaginn.
Hann hafði nebblega hitt svona stunt mann í partýi, sem vinnur með fötluðum, og spurt þennan fína stunt mann hvað væri besta sjálfsvarnaríþróttin. Stuntarinn mælti með Akido.
Minn maður fann Akido og ókeypis prufutíma á netinu, rétti mér þetta útprentað og tilkynnti: "Þú getur farið á fimmtudaginn!"
Stórkostlegi kærastinn er búin að skrá mig sem notanda af tölvunni sinni og íkonið sem hann valdi var hoppandi fígúra í karatebúning. Þetta sýndi hann mér ofsaglaður í gærkvöldi.
Notaði tímann sem tók mig að sofna í gærkvöldi til að plana hvaða prufutíma ég ætti að finna fyrir hann óumbeðið.
Hvernig skýrir maður út fyrir fólki með risaststór hjörtu að skipta sér ekki af því sem því kemur ekki við?

Stundum finnst mér að það gæti verið einfaldast að skella sér í helvítis prufutímann.

Gott ég er í heiðarleikaprógrammi.
Ég þakka góða áheyrn.

mánudagur, september 13, 2004

Haust 

Það þurfti að skafa í morgunn. Var kominn út kl 4:30 í morgunn og þurfti að skafa. Ég gerði það reyndar ekki vegna þess að fíni bíllinn minn er þeim eiginleika gæddur að vera með rafmagn í rúðum og tekur örskotsstund að bræða ísinguna af.
Og það var kalt. 1 gráða og móða úr munni.

Talandi um bílinn minn. Þessi blessaði moli sem við keyptum af tengdó í byrjun sumars byrjaði allt í einu að leka torkennilegum vessa niður á götuna. Eftir að grant var skoðað kom í ljós að pakkningar í stýrirsmaskínu voru farnar. Einhverjum myndi kannski detta í hug að þetta væri eðlilegt en þeim sama er bent á að við þriggja ára aldur gerðist sami hlutur. Þá var þetta talinn vera galli en umboðið var samt sem áður ekki tilbúið til þess að gefa nema 50% afslátt og það eftir að tengdó var búin að benda eigandanum á að þau væru búin að vera vinir síðan á unglingsaldri. Skipt var um hlutinn þar sem ekki er hægt að gera við hann. Heildarkostnaður þá með 50% afslætti tæpar 60.000 kr.
Þegar talað var við umboðið vegna vessalekans nú var spúsu minni bent á að líftíminn væri aðeins 3 ár á þessum hlut en finnst hún væri ósátt þá gætum við svo sem fengið 15% afslátt af nýjum. Heildarkostnaður 140 - 150.000 kr.

Margrét sagði Brimborg að éta skít.

Við fórum síðan af stað og fundum verkstæði þar sem snillingurinn Jón (kalla hann Jón þar sem ég er ekki viss hvað hann heitir) gerði sér lítið fyrir og gerði við draslið. Heildarkostnaður 15.000 kr.
Boðskapur sögunnar:

Brimborg er ekki "öruggur staður að vera á" heldur skítafyrirtæki.

Mæli með því að Frussungar versli ekki við fyrirtækið og láti orðið berast milli manna að gera slíkst hið sama.

Sonur minn er kominn með skegg. Hann ætlar ekki að skerða andlitshár sitt fyrr en eftir Busavígslu. Þeir komu til hans á fyrstu viku í skólanum, litu á hárvöxtinn og buðu honum sem eldri nemanda að vera með í að busa nýnemana. Hann baðst undan og aðspurður sagðist ekki þekkja neina nýnema en ef hann rækist á þá skildi hann koma þeim í skilning um hvað það væri að vera busi.

Og nú er hann skeggjaður og orðinn ótrúlega lýkur Jóni granna sem bjó í götu næsta hér um árið.
Félagar hans eru duglegir við að fá hann til þess að láta á skeggið reyna. Hann sagði okkur frá því að ef hann vilji geti hann keypt áfengi í ríkinu, hann sé búinn að því, en hins vegar tókst honum ekki að kaupa sígarettupakka.

Treysti á að uppeldið skili sér og að samningur við hann um áfengis- og tópaksneyslu haldi. Gildir fram yfir bílpróf en þá má áætla að drengurinn sé betur að sér varðandi neyslu en ef hann væri 13 ára.

Mæli með þessari aðferð við foreldra ungra barna. Vona bara að dóttir mín sé gædd sömu eiginleikum og bróðir hennar.

Annað var það ekki.......

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com