sunnudagur, nóvember 07, 2004
Ætli Bobby sé á leiðinni aftur inn í þættina?
Þá er langt um liðið síðan ég hef frussað. Kominn tími til að láta aðeins í sér heyra hérna megin, er reyndar búinn að vera duglegri á Sveimhuganum. Sjá Kræjur ------->
Helgin var ágæt. Ég komst í feitt á laugardaginn og komst að staðreynd í dag.
Feitt:
Mér til mikillar ánægju var Kvenfélag Langholtssöfnuðar að gefa bækur á laugardaginn. Ég náði í nokkrar bækur, meðal annars fyrstu útgáfu af Í Unuhúsi og Prjónastofan Sólin. Þetta var úr ritsafni sem Mál og menning gaf út árið 1962 af tilefni 25 ára afmælis útgáfunnar. Einnig var þar smásagnasafn eftir Halldór Stefánsson, þann magnaða penna. Það er skemmst frá því að segja að ég las Þórberg í gær og Halldór Stefáns í dag. Langt síðan ég hef lesið.
Staðreynd:
Jól. Einu sinni enn. Coming soon to a household near you...
Helgin var ágæt. Ég komst í feitt á laugardaginn og komst að staðreynd í dag.
Feitt:
Mér til mikillar ánægju var Kvenfélag Langholtssöfnuðar að gefa bækur á laugardaginn. Ég náði í nokkrar bækur, meðal annars fyrstu útgáfu af Í Unuhúsi og Prjónastofan Sólin. Þetta var úr ritsafni sem Mál og menning gaf út árið 1962 af tilefni 25 ára afmælis útgáfunnar. Einnig var þar smásagnasafn eftir Halldór Stefánsson, þann magnaða penna. Það er skemmst frá því að segja að ég las Þórberg í gær og Halldór Stefáns í dag. Langt síðan ég hef lesið.
Staðreynd:
Jól. Einu sinni enn. Coming soon to a household near you...
Nánar um jólin síðar. Til dæmis í desember?
föstudagur, nóvember 05, 2004
Frumflutningur
Fann þessa krækju og langaði að deila henni með ykkur:
Bubbi syngur klukkutíma gamalt lag, tileinkað farandverkamönnum.
Bubbi syngur klukkutíma gamalt lag, tileinkað farandverkamönnum.