<$BlogRSDUrl$>
Google

laugardagur, nóvember 13, 2004

Nú finnst mér við eiginlega búin að vinna 

Þá eiga Íslendingar Magasin du Nord.

Kúl.

Vonandi fer þetta ekki á hausinn, þeir keyptu á nær tvöföldum prís.
Sérstakt hvernig daskar fréttir sögðu að Íslendingarnir hefðu keypt 69% hlutabréfa, en Mogginn sagði að eignarhluturinn væri 83%.

Til hamingju Baugur og Domino's Pizza. Og bankinn auðvitað.
Ég hef þó Danana grunaða um að vilja frekar að Íslendingarnir setji Magasin á hausinn, frekar en að gera það sjálfir.

En hjarta þjóðarinnar grætur í dag.
Gamlar þjóðernisrembdar efnakellíngar eru í áfalli.

fimmtudagur, nóvember 11, 2004

Nýr borgarstjóri, Arafat og íslenskar sjómannshreðjar 

Þegar Lappinn bilar (kona og dóttir hella kaffi í sameiningu yfir lyklaborðið)þá verður minna úr færslum en maður vildi. Reyndar búinn að hafa nóg fyrir stafni undanfarna daga. Hættur að reykja (furðu létt), nokkurnveginn búinn að jafna mig á brotnu rassbeini (enn dáldið aumt) og bara nokkuð hress

Og nú erum við búin að fá nýjan borgarstjóra. Líst mér á ? Ég, einlægur áhugamaður um sameinaða vinstri menn, hef alla tíð sagt að töluvert sé á sig leggjandi til að sjá Sjálfstæðisflokkinn í stjórnarandstöðu. En því miður þá er ákveðin hópur vinstri manna sem, að manni finnst, hugsar alltaf um rassin á sjálfum sér og er á móti öllu nema þá ef væri dulítið daður við Dabba.

Og út af fýlunni í þeim sitjum við nú uppi með nýjan Borgarstjóra, Steinunni Valdísi Óskarsdóttur. Ég er einn af þeim sem af ánægju fylgdist með Röskvugenginu í Háskólanum á sínum tíma taka völdin af sjálfstæðismönnum. Hugsjónafólk sem gerði sér grein fyrir því að til þess að ná árangri þyrftu menn að snúa saman bökum, fylgjast sameinuð gegn íhaldinu.

Og sjá, það tókst. Þar var Steinunn Valdís fremst í flokki. Reyndar fannst mér hún alltaf vera front fyrir aðra sem að hugsuðu á bak við tjöldin. Þarf ekki að vera rétt hjá mér en hún hefur samt sem áður alltaf farið nett í taugarnar á mér.

Og við verðum því að taka því að sjálfstæðisflokkurinn taki borgina í næstu kosningum. Steinunn Valdís á ekki roð í Gísla Martein. Ég spái því að nú sé staðið við þröskuld ekki styttri stjórnmálaferils en Dave sjálfs. " Gísli Marteinn ! Hann er nú alltaf svo fyndinn og skemmtilegur". Og þetta getum við þakkað Vinstri Grænum. Pjæhh.....

Og svo er Arafat dauður úr öllum æðum. Verður alltaf hugsað til Sveimhuga þegar fræg gamalmenni gefa upp öndina. Hvað skildi hafa orðið um Boris ?

Og að endingu fyrir ykkur sem ekki lesið DV: Íslenskir sjómenn, á Vestmanneynni sem og öðrum döllum, hafa lengi gantast með því að toga í hreðjar hvors annars. Kemur sem sagt ekki í ljós að "heilsa að sjómannasið" er ekki sá aumi löðrungur sem Johnsen veitti um árið heldur kjarngott hreðjatog að hætti Vestmanneyinga. Nokkuð ljóst að Johnsenin hefur bara tekið "pusið í bakið" í landi.

Og annað var það ekki..........

þriðjudagur, nóvember 09, 2004

af updeitum og meira af flutningum 

Það er dejligt að fá updeit, þrátt fyrir að ég fylgist með bæði Sveimhuga og Prisnupessunni á þeirra síðum!

Ég er á lakkrísfylleríi.

Ég hef heyrt að lakkrís komi sömu efnahvörfum í gang í mallanum, sem áfengi gerir.
Ég veit ekki hvort þetta er satt, en ég þekki margan óvirkan alkann sem er alveg brjálaður í saltlakkrís. Átti einu sinni eina svoleiðis vinkonu sem át þetta í akkorði.
Þetta er örugglega eitt það óhollasta sem maður getur í sig látið.
En eitt er víst, að það er lítið mál að tæma svona lakkríspoka.

Ég lendi á lakkrísfylleríi þegar ég er annaðhvort of þreytt til að hugsa mig um, eða í uppnámi.
Í þetta skipti eru bæði atriðin gild.

Ég held ég hafi gert mistök að vera í vinnunni í mánuð eftir að hafa sagt nei takk við fastráðningunni. Ég vona að þetta lagist í næstu viku. Það var semsagt uppnámið.

Þreytan er Hr. Snoozer að kenna.
Í þetta skiptið ætlaði hann bara aðeins að leggja sig hjá mér eftir matinn í gærkvöldi. Stillti vekjaraklukkuna á að hringja 1/2 tíma seinna. Hann þurfti nebblega að sinna bókhaldi og ætlaði að nota nóttina í það.
Klukkan hringdi svo og var snoozuð, trekk í trekk. Og löngu eftir að hann hafði still hana á 6 (ég mætti í vinnuna 7:15 í morgun) hélt ég áfram að vakna, dauðhrædd um að ég væri að sofa yfir mig. Klukkan 4 í nótt hóstaði Hr. Snoozer svo mikið að ég ákvað að vera sæt við hann og ná í vatnsglas (hann var nú einu sinni að fara á Norðursjóinn í dag). Mér kom ekki dúr á auga eftir það.

Blessaður.

Hann var nú að stinga upp á því að við kíktum til Íslands á milli jóla og nýárs. Og að við yrðum jafnvel yfir nýárið.

Ég tók að sjálfsögðu ekki illa í það.

En ég ætlaði nú að koma með smá tilkynningu til vina og vandamanna:

Nú er ég flutt. Ég bý í pínulítilli 2ja herbergja íbúð með Stórkostlega Kærastanum mínum. Við getum max tekið 1 í einu í gistingu, og þá verður að hittast mjög vel á hjá okkur. Það er því ekki hægt að ganga út frá gistingu vísri hjá mér lengur.
Endilega hafið þetta á bak við eyrað þegar þið bókið ódýru flugin til Köben fyrir jólin. Það er mjög góð hugmynd að bóka ódýr hótelherbergi í leiðinni.
Það hittist nebblega ekki vel á hjá okkur í desember, þar sem ég er að byrja í nýrri vinnu og verð örþreytt, og Stórkostlegi Kærastinn er að taka stóra verkefnalotu sem dekkar flestar helgar í nóvember og desember auk virku dagana.

Ég get þó ekki neitað því að mér finnst þetta smá erfitt. Ég er svo vön að hafa mína hentisemi og troða hverjum sem vill í tvíbreitt bólið hjá mér. Ég er að reyna að líta á þetta sem jákvæða þróun ... sá dagur mætti gjarnan koma í lífi flestra stúlkna, að þær haldi sig við einn bólfélaga.

Jæja.
Að lokum vildi ég þessu við bæta:

Lítill lævirki hvíslaði að mér að Art Ink hefði formlega sótt um stöðu listræns stjórnanda Gallerís Svarthamra. Hún bíður eftir svari en er þó vongóð um að fá stöðuna, þó umsóknin hafi verið á dönsku.
I'll keep you posted.


Bara svona smotterí 

jæja nú er orðið langt síðan að ég tlaði hér síðast. Ég er samt ekki hætt að blogg a því að líkt og Sveimhugi hef ég verið ágætlega dugleg á minni eigin síðu. Sem að ég vona að þið hafið öll verið að skoða. Nú fer að líða að jólum og er ég farin að hlakka mikið til. Því þá fer einnig að styttast í það að ég fái mína íbúð. ( afhending á að vera í apríl eða fyrr) En þetta átti nú bara að vera létt og laggott, bara svona smá uppdate fyrir ykkur til að fylgjast með mér :)

sunnudagur, nóvember 07, 2004

Ætli Bobby sé á leiðinni aftur inn í þættina? 

Þá er langt um liðið síðan ég hef frussað. Kominn tími til að láta aðeins í sér heyra hérna megin, er reyndar búinn að vera duglegri á Sveimhuganum. Sjá Kræjur ------->

Helgin var ágæt. Ég komst í feitt á laugardaginn og komst að staðreynd í dag.

Feitt:
Mér til mikillar ánægju var Kvenfélag Langholtssöfnuðar að gefa bækur á laugardaginn. Ég náði í nokkrar bækur, meðal annars fyrstu útgáfu af Í Unuhúsi og Prjónastofan Sólin. Þetta var úr ritsafni sem Mál og menning gaf út árið 1962 af tilefni 25 ára afmælis útgáfunnar. Einnig var þar smásagnasafn eftir Halldór Stefánsson, þann magnaða penna. Það er skemmst frá því að segja að ég las Þórberg í gær og Halldór Stefáns í dag. Langt síðan ég hef lesið.

Staðreynd:
Jól. Einu sinni enn. Coming soon to a household near you...

Nánar um jólin síðar. Til dæmis í desember?This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com