<$BlogRSDUrl$>
Google

miðvikudagur, nóvember 17, 2004

Svona setur maður Gondólísu inn 


ó ástkæra ylhýra ...
Þakka þér Gwelda sys að vernda tungu vora.

Ég var að frétta að það væri jeppaveður á Íslandi.

Það hefur verið að kólna hér, og spáð er stormi. Peter var að hringja úr vinnunni til að segja mér að halda mig innandyra. "Vildi bara láta þig vita að þetta er fyrsti stormur vetrarins, svo það er í kvöld sem þakflísarnar fljúga. Þú mátt alls ekki fara út í kvöld nema að það sé algjörlega nauðsynlegt."

Krútt. Öryggistappi.
Hef ekki náð svo langt að hlýða: "Gerðu það elskan mín, keyptu þér hjálm. Ég tek út að vita af þér í umferðinni svona hjálmlausri."
Eins varð ég vandræðaleg, þegar við fluttum mig hingað, og hann skipaði mér í svona neongult umferðarlögguvesti svo ekki yrði keyrt á mig í myrkrinu.

Svei mér þá, ég veit hreinlega ekki hvernig ég hef farið af án hans hingað til.
Gengið svona gersamlega óvarin um í umferðinni og komist ósködduð í gegnum lífið.

Mér finnst þetta algjörlega æðislega krúttað núna.
Eins lesturinn á leiðbeiningunum. Hann er eini maðurinn sem ég þekki sem byrjar á því að opna hanskahólfið í bílum sem hann leigir (og ég ek) og lesa allan manualinn sem fylgir með bílnum.
Hann snerti ekki við nýja símanum sínum fyrr en að leiðbeiningarnar voru lesnar í gegn.
Ég ýtti á alla takkana og lærði á símann þannig.
Needless to say, þá er ég að fara með minn í viðgerð. Ég veit ekki hvern fjandann ég hef gert.

Ég get ekki lofað að þetta verði eins spennandi eftir 30 ára samband. En í dag finnst mér ég óskaplega elskuð því einhver hringdi í mig til að passa upp á að ég ekki fengi þakflís í hausinn. Það fær mig til að brosa og hlýna að innan.

Ég hef þó varað hann við að ef þetta verður sjúklegt, á la "fer með eigin hnífapör út að borða og þrífur allt með steríliseruðum klút og vökva", þá læt ég mig hverfa.

þriðjudagur, nóvember 16, 2004

Litið upp úr skíthaugnum 

Það vantar voða mikið að ég skrifi á þessa síðu. Kannski rétt að maður geri það svona í tilefni dagsins. Ég ætla sumsé að hefja mál mitt á því að óska okkur öllum til hamingju með daginn. Ekki veitir af.

Mig langar að leggja út frá talskrípismáta einum sem hefir undanfarið kitlað mig örlítið í boruna, svo ekki sé meira sagt. Ég hefi setið (ekki ofsagt) á skólabekk undanfarið eins og frönsk gæs, þ.e. tekið við svívirðilegu magni fróðleiks á skömmum tíma úr höndum og af vörum og skrifum og glærum mikilla spekinga á sínu sviði. Allt eru þetta virtir menn sem kennt hafa mörgum KB bleiustráknum að græða pjenínga. Þar að auki kauphallarstjórinn og viðskiptaráðherrann og ég veit ekki hver og hver. Miklar frelsunartilraunir átt sér stað undanfarnar vikur (sem hafa flestar snúist upp í andhverfu sína í gamla kommúnistahjartanu mínu). Nema hvað. Meira eða minna hefur þeim öllum tekist að klúðra sama orðtakinu.

Það sem hefir verið að fara í taugarnar á mér er þegar menn (og konur) segja; "við höfum lagt okkur fram um að gera þetta og hitt". Síðast í gær heyrði ég fræðslustjórann í Reykjavík segja þetta í sjónvarpinu.

Framlag mitt til vina og vandamanna á degi íslenskrar tungu er þetta: Maður talar annars vegar um að vera áfram um e-ð og hins vegar um að leggja sig fram við e-ð. Þetta tvennt á enga samleið.

Lifið heil.

Frussungar í fjölmiðlum. 

Innlent | mbl.is | 15.11.2004 | 22:10
Kennarar í Mosfellsbæ segja upp störfum
Tólf kennarar við Lágafellsskóla í Mosfellsbæ höfðu sagt starfi sínu lausu í kvöld og fimm kennarar við Varmárskóla. Að sögn Björns Þráins Þórðarsonar, formanns fræðslu- og menningarsviðs bæjarins, eru uppsagnirnar verulegt áhyggjuefni.

Óljóst sé hverju fram vindur í kjaraviðræðum í vikunni en vonir séu bundnar við að sveitarfélögin og kennarar komist að niðurstöðu og að kennarar taki uppsagnirnar til endurskoðunar.

Sjö af 45 kennurum við Lágafellsskóla boðuðu forföll í gær og 6 af 67 við Varmárskóla og var það mat skólastjórnenda við síðarnefnda skólann að það teldust eðlileg forföll

mánudagur, nóvember 15, 2004

Ja hérna.... 

Varð að deila þessu með ykkur

sunnudagur, nóvember 14, 2004

Bloggað í hægðum sínum. 

Maðurinn sem fann upp þráðlaus samskipti hlýtur að hafa lesið á dollunni.

Hér á eftir ætlaði ég að skrifa um þá upplifun að sitja á dollunni og blogga þ.e. vera skrifa niður eitthvað sem að maður veit að ættingjar manns lesa og fengju þó nokkuð út úr. Lýsingar á hægðum og lægðum, góðu rennsli og þess háttar hefur alltaf gengið vel í meðalfrussunginn.

Nei, ekki í dag. Í dag blogga ég ekki um neitt.

Annað var það ekki.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com