<$BlogRSDUrl$>
Google

þriðjudagur, nóvember 23, 2004

Sænska mafían í Skógarhlíð 




Gleymdi einu... 

... ekki síður merkilegu:

Forskotið á þessa sælustemningu verður að sjálfsögðu tekið á föstudagskvöldið hjá Frussu og Hammer, en þá verða jólaljósin sett í garðinn. Allir sem vettlingi geta valdið og vilja hjálpa til mæta þangað eftir vinnu... Það er fátt í jólaundirbúningnum sem toppar þá samkomu, þó ég sé ekki viss um að nágrannarnir hafi verið svo sælir með söngelsku skrautálfana í fyrra!


Þvílík skvísa Gondólísa 

Mér finnst einhvern veginn að bloggur með Gondólísu hafi allt til að bera sem hugsast geti. Hápunkti náð og parabólan heldur í suðurátt.

Það má samt reyna að halda einhverjum dampi þó skammdegisstemningin herji á. Betra er blogg en bókvit, saggði einhvur. Sem yfirsettstztz á mitt mál: Nenni ekki að læra. Það sem verra er þó og ég er að uppgötva es ví spík er að ég nenni ekki heldur að blogga.

Ég vil þó nota tækifærið og tilkynna frussungum og velunnurum að n.k. laugardag, hinn fróma og merka 27. nóvember, munu Lavinn og Gweldan skapa nýja hefð. Þá verður hittstztz yfir morgunverði kl. 10 og keyrt af stað í jólastemningu of somm sort, með tilheyrandi músík, föndri og annarri sköpun, sem endast mun daginn allan og ná hámarki yfir verði kenndum við kveld (eins og Lavinn myndi segja) og frumraun við Popppunktsspilið. Þeir sem áhuga hafa á að taka þátt í hefðinni eru svoleiðis hjartanlega velkomnir að Leifsgötu átta, fyrstu hæð, hvort sem þeir vilja eyða með okkur deginum öllum eða hluta úr honum. Við sköffum þó eingöngu kaffið og stemninguna, allt annað hráefni þurfa menn, konur og börn að taka með sér. Þetta verður svona það sem svenskurinn kallar "knyt-kalas" (hnýtingsgleði).

Burn rubber!

Eitt blogg enn... 

Sælinú.

Hann Elías segir allt gott í dag, enda blíðskaparveður. Sjálfur reyni ég að kvarta sem minnst þrátt fyrir svolítinn hnút í maga. Seint verður allt eins og best verður á kosið en með jákvæðu hugafari reynist þrautin þungum mönnum léttari.

Ekki svo að skilja að ég sé allt of þungur í kílóum talið en færist seint undan stjörnumerkinu sem talið er til jarðar. Steingeit. Það er ég. Þess vegna finnst mér ég vera þungur, sérstaklega þegar ég geng. Þá er eins og jörðin togi í iljarnar á mér og segi við mig rólegri en þó ákveðinni röddu: ,,Heyrðu væni, hvert ert þú að fara? Viltu ekki heldur vera hérna niðri hjá mér og fara bara hóflega í allt svif. Öllu því er upp lyftist ætlað er að lenda á enda".

Ég fór til Belgíu í fyrsta sinn um helgina með viðkomu í Hollandi. Hef verið í Hollandi áður. Þá í heimsókn hjá Gunnari Einarssyni vini mínum þegar hann spilaði þar fótbolta. Sem minnir mig á að ég þarf að hringja í Gunna.

Í stuttu máli sagt var ég ekkert allt of spenntur fyrir þessari ferð áður en í hana var haldið. Nú þegar ég er kominn heim get ég sagt með sönnu að ég sé afar ánægður með hana og að hún hafi bara verið anski skemmtileg. Svona er þetta stundum. Betra að gera ráð fyrir því að Star Wars 4 (eða 1 eftir því hvernig er talið) verði slæm til að verða ekki fyrir vonbrigðum þegar á hólminn er komið.

Ég veit fátt leiðinlegra en að lesa ferðasögur (mannfræðingurninn ég...) sem eru lítið annað en upptalning á stöðum sem ég hef enga þekkingu og takmarkaðan áhuga á. Því læt ég forvitna um að spyrja mig spjörunum úr og mun ég góðfúslega segja frá af minni alkunnu snilld.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com