sunnudagur, febrúar 06, 2005
Hve glöð er vor æska
Lítið fer fyrir Frussungum þessa dagana. En hvað um það þá blogga ég bara. Enn ein helgin sem dettur upp fyrir hjá mér við hunkið á staurnum. Nú hefur leigubíllinn endanlega gefið upp öndina og ansi hæpið að hann verði endurnýjaður. Þá þarf maður að verða sér úti um annan bíl og það getur tekið tíma. Á meðan er tómahljóð í budduni og fjölskyldan verður að minnka við sig. Það er í sjálfu sér ekki slæmt ef horft er á holdafarið. Ekki það að maður hafi verið að bæta svo miklu á sig en miðað við fyrri yfirlýsingar þá ættu kílóin að vera orðin færri.
Gerði samt ekki margt viturlegt um helgina. Lá að mestu fyrir framan sjónvarpið. Fullt af fótbolta og handbolta milli þess sem ég henti í eintaka þvottavél (fyrir Möggu). Núna er hins vegar að byrja nýr danskur þáttur í varpinu og af því má ekki missa.
Annað var það ekki.......
Gerði samt ekki margt viturlegt um helgina. Lá að mestu fyrir framan sjónvarpið. Fullt af fótbolta og handbolta milli þess sem ég henti í eintaka þvottavél (fyrir Möggu). Núna er hins vegar að byrja nýr danskur þáttur í varpinu og af því má ekki missa.
Annað var það ekki.......