<$BlogRSDUrl$>
Google

fimmtudagur, febrúar 17, 2005

Gamlir vinir 

Börn Astrid Lindgren:
Maditt (og Beta), Karl Blómkvist, Kalli á þakinu, Emil, Ronja og öll börnin í Ólátagarði.

Barbapapa. Emma öfugsnúna.

Hodja frá Pjort, Ottó Nashyrningur og Gúmmí Tarsan.

Jón Oddur og Jón Bjarni.

Allir hugrökku krakkarnir, svo sem þessi Fimm, Nancy, Kim, Dóra, og Kata (og ævintýrin á sléttunni). Ég tala nú ekki um Ævintýrabækurnar.
Mary Poppins.
Laura Ingalls.

Einhversstaðar passa inn Haukurinn Gullkló og hænan sem hló.

Seinna voru það svo bækur Andrésar Indriða, Hallærisplanið, Íslenskir utangarðsunglingar e. Sigurð A. Friðþjófs, Kæri Sáli eftir Sigtrygg Jóns, og Stelpnafræðarinn.
Það sem hélt mér þó gangandi var Baneitrað samband á Njálsgötunni eftir Auði Haralds.

Merkilegast fannst mér að finna Hófí, dagbók fegurðardrottningar, eftir hógværu stjörnuna, Jón Gústafsson. Hefur sú bók öðlast heiðurssess í nýju bókahillunnum. Og hí á ykkur sem voruð að monnta ykkur af Nylon um jólin.

Svo fann ég fram bókina Sumardagar, eftir Sigurð Thorlacius.
Fyrir þá sem ekki vita, þá grét Frussan yfir þessari bók sem ung stúlka. Það er í bókinni lamb sem átti svo svakalega bágt.
Bannað að hlægja.
Mamma fær alvörunni sting í hjartað þegar talað er um bókina.

Ég er óskaplega hamingjusöm í kvöld.

Búkalú

.

Not kidding.

Ókei. Langt síðan ég bloggaði og enn lengra síðan ég póstaði á þessa síðu.
The Tutl is alive.

SK (Stórkostlegi Kærastinn) er í vinnunni, í útlöndum. Ekki útlöndunum sem ég bý í, öðrum.
Ég dúlla mér á meðan, eins og góðri dúllu sæmir.
Það þýðir eiginlega, blasta Beastie Boys, dansa í stofunni og raða í hillur, á meðan þvottavélin (sem hefur þróaðra heilabú en ég) vinnur vinnuna sína. Á eftir set ég í þurrkarann (sem hefur enn afkastameira heilabú), og myndi þá líklega biðja þvottavélina um að elda mat, ef ég væri ekki nýbúin að borða sushi.
Það er eitthvað svo fallegt að borða eitthvað sem heitir Maki.

Þar sem Gwelda sys er ekki búin að bjóða mér í veislu í september, gaf ég vinkonu minni í Texas grænt ljós á að gifta sig í þeim mánuði. Ég á að vera brúðarmey.
I know, exiting, isn't it?

Þau eru ekki svona red necks. Þau eru bara kúl.
Ég er samt alveg viss um að þetta verður upplifun aldarinnar. Texan wedding er næstum því eins og shotgun wedding. Það er einhver svona aukaspenna í loftinu. Kannski af því allir eru með riffla í pikk upp trukkunum sínum.
Gott við SK erum svona fólk sem lætur okkur hverfa þegar fólk fer að verða fullt í veislum.

Ég sakna nú SK, þó ég njóti þessa ótrúlega að vera heima.
Ein heima.
Mmmmm.
Ekki segja honum.

En áður en ég held til Texas, þá þarf ég að fara í bíó með drottningunni.
Já, ég og Margrét Þórhildur ætlum í bíffan í næstu viku.
Þetta verður því kjól og hvítt bíóferð. Ég á að vera í síðkjól.
Ég var að spá í að vera í brúðarkjól.
Djók.

Nei, en ég er búin að hringja í þá sem ég þekki sem þekkja til hofsiða, og mér skilst að það sé ekkert mál að hitta Möggu. Hún er kúl. Fer út að reykja á bak við skúr með almúganum.
Ég er líka svo heppin að vera algjörlega ófræg, svo ég á víst ekki á hættu að lenda í því að þurfa að beygja mig í hnjánum fyrir Danadrottningu.

Ég hlakka nú mest til að sjá myndina. Hún heitit "Unge Andersen" og fjallar um ... döh.
SK bjó til mjög flottar brellur í þessa mynd.
Hann er dáldið í því. Að búa til flottar brellur.
Var meðal annars að kveikja í andlitinu á enn einni frægri poppstjörnunni á þriðjudaginn.
Exkjúsmí, rokkstjörnu.
Þeim er víst ekki sama hvernig þær eru titlaðar, dívurnar.

Ces't la vie.
Which reminds me!

Ég var í París um helgina!!!
Mmm París.
Vissuð þið að ostrur eru lifandi þegar maður étur þær?
Ekki að ég hafi borðað ostrur.
Ég var svona meira í því að kasta upp.
Matareitrun.

Viljiði heyra svoldið finndið?
(auðvitað viljiði það, ég fékk Laddaverðlaunin!)

Ég er komin á pennsilín aftur.
hahahahaha.
Ha?

Ekki finndið ?!Nei, það er rétt, það er líklega ekkert finndið.

mánudagur, febrúar 14, 2005

Búkalú búkalú búkalú. 

Lagði leið mína á Stuðmannaball á Laugardag.

Var það hin besta skemmtun og var hljómsveitin í fantaformi eða eins og þýskur gagnrýnandi lýsti því einu sinni "Ein funkelnder Diamant mit fast perfekten Schliff".

Samferðamenn mínir voru ekki af verri endanum, Hinn spaki spilaklúbbur, mínus Gwelda þó. Óneitanlega kom upp í hugann frækin ferð í Varmahlíð og var mikið spjallað um þá merkilegu ferð.

Þess má einnig geta fyrir þá sem hafa fengið upplýsingar um inngönguþraut í ákveðið fertugsafmæli, þá mun ég komast inn. Sýndi það og sannaði að ég hef engu gleymt.

En sem sagt þetta var mikið gaman.
Annað var það ekki.......


P.S Mikið helvíti er hann Egill nú samt orðinn feitur

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com