laugardagur, apríl 09, 2005
Lagt af stað...
Þá erum við lögð af stað til New York. Urðum að prófa að blogga á Saga Lounch. Hér innan um fyrirmennin (Mússa á leið frá landinu án Óla) er náttúrulega boðið upp á heitan punkt ásamt léttmeti og sófum. En meira um það seinna.
fimmtudagur, apríl 07, 2005
Þið hafið örugglega séð þetta, en samt
Júró, part tú
Þá erum við komin í seinnaið:
Malta (gullrödd með katsí lag. Kannski ekki eins katsí og Hubbe Hulle en alveg Semú semú laví katsí. Þið vitið hvað ég á við.)
Moldova (mjög kúl lag en vinnur því miður ekki. Kemmst líklega hátt fyrir gleðilæti. Æðisleg trommugella í myndbandinu)
Noregur (deffinetlý töffarar! Mjög eitís og kúl. Ég vissi ekki einu sinni að Norðmenn gætu verið svona miklir töffarar)
Svo fær Holland prik fyrir svona ævintýramyndarsinfóníu undirspil. Er allt í einu komin í svona Peter Pan bíómyndar sándtrakk.
Rússar fá stig fyrir pom poms í áhorfendaskaranum.
Spánn fær stig fyrir konur á barmi taugaáfalls. En bíddu við, hafa þeir ekki tekið þátt með þessu lagi áður?
Svíþjóð (fyrir Janna og Tom Jones)
Sviss (fyrir Kim Wild. Þeim tekst bara ekki eins vel upp og Noregi)
Tyrkland (mér finnst alltaf ógeðslega kúl að Tyrkir séu svona samkvæmir sjálfum sér og að þeir hviki hvergi frá tónlistarhefð síns lands. Svo fá þeir prik fyrir jazzballettsporin, svona óviljandi eitís með smá kick ball change)
Hey, ég hef heyrt byrjunina á lagi Úkraínu hjá Nirvana á sínum tíma! Úkraína er samt líka töffarar og fær prik fyrir rappið. Við endum öll á því að syngja Razom nas bahato með úkraínskum ungmennum.
Svei Bretum. hgra tu. Þeim finnast Tyrkir greinilega líka kúl en þurfa að sýna ansi mikið af mögrum brjóstum til að selja það.
Malta (gullrödd með katsí lag. Kannski ekki eins katsí og Hubbe Hulle en alveg Semú semú laví katsí. Þið vitið hvað ég á við.)
Moldova (mjög kúl lag en vinnur því miður ekki. Kemmst líklega hátt fyrir gleðilæti. Æðisleg trommugella í myndbandinu)
Noregur (deffinetlý töffarar! Mjög eitís og kúl. Ég vissi ekki einu sinni að Norðmenn gætu verið svona miklir töffarar)
Svo fær Holland prik fyrir svona ævintýramyndarsinfóníu undirspil. Er allt í einu komin í svona Peter Pan bíómyndar sándtrakk.
Rússar fá stig fyrir pom poms í áhorfendaskaranum.
Spánn fær stig fyrir konur á barmi taugaáfalls. En bíddu við, hafa þeir ekki tekið þátt með þessu lagi áður?
Svíþjóð (fyrir Janna og Tom Jones)
Sviss (fyrir Kim Wild. Þeim tekst bara ekki eins vel upp og Noregi)
Tyrkland (mér finnst alltaf ógeðslega kúl að Tyrkir séu svona samkvæmir sjálfum sér og að þeir hviki hvergi frá tónlistarhefð síns lands. Svo fá þeir prik fyrir jazzballettsporin, svona óviljandi eitís með smá kick ball change)
Hey, ég hef heyrt byrjunina á lagi Úkraínu hjá Nirvana á sínum tíma! Úkraína er samt líka töffarar og fær prik fyrir rappið. Við endum öll á því að syngja Razom nas bahato með úkraínskum ungmennum.
Svei Bretum. hgra tu. Þeim finnast Tyrkir greinilega líka kúl en þurfa að sýna ansi mikið af mögrum brjóstum til að selja það.
þriðjudagur, apríl 05, 2005
Júróvísjón
Og þá er komið að því ...
uppáhöld só far, í stafrófsröð:
Austurríki (það er bara eitthvað extra klikkað við Austurríkismenn)
Bosnia-Herzegovina (fyrir að reyna ekki einu sinni að fela Abba kópíuna, líta út eins og þrír transar, og fyrir að segja Hallo Kopenhagen!)
Kýpur(fyrir að hafa vatn á trommunum í myndbandinu sem er hallæri aldarinnar, vona að þeir vinni af lummuskap)
Estónína (fyrir austantjaldsstílinn sem ég er svo hrifin af eftir að hafa haft Litháenska kántessu sem leigjanda. Þetta myndband er ekki djók, þeim finnst þeim ógisla töff)
Frakkland (fyrir bakdansarapæjurnar með flétturnar og skotonum af áhorfendunum í myndbandinu)
Makedónía (er líka með svaðalega kóreógrafíu!)
Grikkland (kemst hátt ef það vinnur ekki)
Ungverjaland (fyrir Lazlo vin minn, sköllótta dansara í cult like myndbandi og hajannarannaranna. very ethnic)
Israel (kemst hátt ef það vinnur ekki fyrir foxy blondínur)
Latvia (kemst hátt ef það vinnur ekki)
Framhald seinna.
uppáhöld só far, í stafrófsröð:
Austurríki (það er bara eitthvað extra klikkað við Austurríkismenn)
Bosnia-Herzegovina (fyrir að reyna ekki einu sinni að fela Abba kópíuna, líta út eins og þrír transar, og fyrir að segja Hallo Kopenhagen!)
Kýpur(fyrir að hafa vatn á trommunum í myndbandinu sem er hallæri aldarinnar, vona að þeir vinni af lummuskap)
Estónína (fyrir austantjaldsstílinn sem ég er svo hrifin af eftir að hafa haft Litháenska kántessu sem leigjanda. Þetta myndband er ekki djók, þeim finnst þeim ógisla töff)
Frakkland (fyrir bakdansarapæjurnar með flétturnar og skotonum af áhorfendunum í myndbandinu)
Makedónía (er líka með svaðalega kóreógrafíu!)
Grikkland (kemst hátt ef það vinnur ekki)
Ungverjaland (fyrir Lazlo vin minn, sköllótta dansara í cult like myndbandi og hajannarannaranna. very ethnic)
Israel (kemst hátt ef það vinnur ekki fyrir foxy blondínur)
Latvia (kemst hátt ef það vinnur ekki)
Framhald seinna.
mánudagur, apríl 04, 2005
Talandi um sár enni liðinna tíma...
sunnudagur, apríl 03, 2005
Þetta spratt alltsaman uppúr sárum ennum liðinna tíma sem aldrei höfðu almennilega um heilt gróið. Særandinn var náttúrulega hann Nusi minn, sem á sínum yngri árum lét sér fátt fyrir brjósti brenna þegar fyrsti apríll var annars vegar og var ekkert heilagt. Þekkja nú margir Hammerzar sögur af því.
Nusi þessi, hafandi aldrei hlaupið apríl, hljóp sumsé alla leið yfir í næsta bæjarfélag til þess að ganga frá greiðslu á sófum, sem hann hafði verið að bíða eftir "og voru nú loksins komnir". Þótti honum þetta lítið fyndið grín og þóttist ekki hafa verið gerður nægilega að fífli til þess að þetta þætti merkilegt aprílgabb... hugsi nú hver með sér...
Og ég sit enn á gamla koníaksstofusófasettinu.
Annars var þetta vel heppnuð helgi. Í gær sópaðist klanið saman í Hvassaleitinu í 152ja ára afmæli Hannersmárs og afa. Hannersmár eldaði ofaní okkur dýrindispottrétti og svo var fimbulfambað af krafti, bæði skipu- og óskipulega.
Í dag fór ég í frábæra fermingarveislu. Skipulögð að stærstum hluta af fermingarstúlkunni Kötlu, sem í stað kransaköku bauð upp á kókosbollutertu með þjóðbúningadúkku ofan á í stað hinnar hefðbundnu fermingarstúlkustyttu. Þetta var matarboð, hlaðborð að hætti Heyrnar vinkonu minnar, enda engu líkt. Sérvalið af fermingarstúlkunni; hreindýrakjötbollur með villisveppasósu, kalkúnabringa með brúnuðum kartöflum og eplasalati, reykt svartfuglsbringa og lax og hrátt hangikjöt og geggjað hrásalat... namm og takk. Fullt af börnum og mikið fjör.
Tók svo góða vinnutörn í kvöld og er nú að bíða eftir því að Bleiki pardusinn klárist svo ég geti slökkt á upptökunni og kíkt á Krónikuna frá því fyrr í kvöld.
Gangið á guðs vegum.
Nusi þessi, hafandi aldrei hlaupið apríl, hljóp sumsé alla leið yfir í næsta bæjarfélag til þess að ganga frá greiðslu á sófum, sem hann hafði verið að bíða eftir "og voru nú loksins komnir". Þótti honum þetta lítið fyndið grín og þóttist ekki hafa verið gerður nægilega að fífli til þess að þetta þætti merkilegt aprílgabb... hugsi nú hver með sér...
Og ég sit enn á gamla koníaksstofusófasettinu.
Annars var þetta vel heppnuð helgi. Í gær sópaðist klanið saman í Hvassaleitinu í 152ja ára afmæli Hannersmárs og afa. Hannersmár eldaði ofaní okkur dýrindispottrétti og svo var fimbulfambað af krafti, bæði skipu- og óskipulega.
Í dag fór ég í frábæra fermingarveislu. Skipulögð að stærstum hluta af fermingarstúlkunni Kötlu, sem í stað kransaköku bauð upp á kókosbollutertu með þjóðbúningadúkku ofan á í stað hinnar hefðbundnu fermingarstúlkustyttu. Þetta var matarboð, hlaðborð að hætti Heyrnar vinkonu minnar, enda engu líkt. Sérvalið af fermingarstúlkunni; hreindýrakjötbollur með villisveppasósu, kalkúnabringa með brúnuðum kartöflum og eplasalati, reykt svartfuglsbringa og lax og hrátt hangikjöt og geggjað hrásalat... namm og takk. Fullt af börnum og mikið fjör.
Tók svo góða vinnutörn í kvöld og er nú að bíða eftir því að Bleiki pardusinn klárist svo ég geti slökkt á upptökunni og kíkt á Krónikuna frá því fyrr í kvöld.
Gangið á guðs vegum.