sunnudagur, júní 19, 2005
Jasso...
Nú eru greinilega allir í sumarfríi. Kannski góða veðrið dragi fólk frá tölvunum, gott ef svo er. Sólin enda skinið viðstöðulaust svo sólarhringum skiptir hér í Reykjavík. Þvílíkur seytjándi júní fyrirfinnst ekki í elstu minnum.
Ég, fyrir mína parta, eyddi stórum hluta seytjándans á sólpalli í Garðabæ með tólf ára afmælisbarni og borðaði tertur í morgunmat. Lagði mig á Klambratúni undir kvöld, tjænís í kvöldmat og rölt í bænum. Við vorum nú ekki lengi í bænum þar sem einburðurinn er hræddur við drukkið fólk og það var talsvert farið að bera á því upp úr tíu. Mér fannst lífið dásamlegt þar sem ég stóð léttklædd hjá kirkjunni minni á hæðinni í blankalogni klukkan hálfellefu að kvöldi og borðaði Magnum með möndlum. Kom kröftuglega niður á jörðina daginn eftir þegar ég komst varla framúr rúmi fyrir bakverk og var þar að auki kílói þyngri en morguninn áður! Ah, well, eins og Kaninn segir. Maður á góða að.
Eftir fimm daga verð ég í flugvél og örugglega mikið hressari.
Ég, fyrir mína parta, eyddi stórum hluta seytjándans á sólpalli í Garðabæ með tólf ára afmælisbarni og borðaði tertur í morgunmat. Lagði mig á Klambratúni undir kvöld, tjænís í kvöldmat og rölt í bænum. Við vorum nú ekki lengi í bænum þar sem einburðurinn er hræddur við drukkið fólk og það var talsvert farið að bera á því upp úr tíu. Mér fannst lífið dásamlegt þar sem ég stóð léttklædd hjá kirkjunni minni á hæðinni í blankalogni klukkan hálfellefu að kvöldi og borðaði Magnum með möndlum. Kom kröftuglega niður á jörðina daginn eftir þegar ég komst varla framúr rúmi fyrir bakverk og var þar að auki kílói þyngri en morguninn áður! Ah, well, eins og Kaninn segir. Maður á góða að.
Eftir fimm daga verð ég í flugvél og örugglega mikið hressari.
mánudagur, júní 13, 2005
Brúðkaupsafmæli
Ég vil nota tækifærið og óska bræðrum mínum og spúsum þeirra til hamingju með árin fjörutíuogþrjú.
Ja må han leva...
Ja må han leva...
Murtur að morgni
Ástandið á fjölskyldunni við upprisu í morgun:
Bóndinn: Haltraði fram úr á biluðu hné-i.
Freyjan: Illa biluð í baki og hreyfist hægt.
Prinsinn: Þakinn fótboltakrambúleringum og með ofnæmisbólgur í auga.
Skrifað standandi þar sem aumingjadómurinn er alger...
Bóndinn: Haltraði fram úr á biluðu hné-i.
Freyjan: Illa biluð í baki og hreyfist hægt.
Prinsinn: Þakinn fótboltakrambúleringum og með ofnæmisbólgur í auga.
Skrifað standandi þar sem aumingjadómurinn er alger...