laugardagur, júní 25, 2005
Fjósamenn á ferðalagi, part tú
Þessi kona hér vaknaði snemma, alveg í spreng. Með áhyggjur af því að vekja upp húsráðendur, sem gengu úr rúmi sínu fyrir bakveikan gestinn og kúldruðust á vindsæng í stofunni, kúrði hún sig niður og hélt í sér. Dottaði aðeins lengur en var skyndilega vakin upp af kröftugri þrumu. Pjakkur hrökk upp um leið, nokkuð skelkaður, en fylgdist grannt með þrumuveðrinu. Þegar veðrið var gengið niður að mestu fórum við út á St. Hans torg og borðuðum morgunmat hjá Pússí vinkonu minni. Eitthvað hefur henni obbolítið förlast.
Eftir hádegi fórum við með Sívý út til Gentofte til þess að fara í Toys-R-Us. Prinsinn vildi ólmur drífa í að eyða farareyrinum sínum og tókst það með bravör í ofvaxinni dótabúðinni. Ég var sæl yfir því sem endanlega varð fyrir valinu, þ.e. lítil og nett leikjatölva í stað 5.000 lítra sundlaugar eða legókassa sem var stærri en ferðataskan mín.
Næst var haldið aftur niður á Norðurbrú að losa dót og sækja kall. Þaðan löbbuðum við niður að brúnum og fengum okkur kaffi og meððí á litlu kaffihúsi með stórum samlokum. Kallinn fór aftur heim en við hin héldum áfram á röltinu. Tókum góðan göngutúr með viðkomu í garði kóngsins við Rósenborg. Þar settumst við niður og gæddum okkur á lífsins gæðum, risastórum jarðarberjum og kirsuberjum. Á heimleiðinni bar Sívý töskuna fyrir mig því ég var orðin svo biluð í bakinu.
Í kvöld keyrðum við á Tutlmóbílnum út í Hellerup og borðuðum danskan kvöldverð á krá. Eftir matinn keyrðum við út á Löngulínu og fengum okkur kvöldísinn (ís númer tvö í dag fyrir okkur mæðgin) og renndum framhjá þeirri litlu. Vorum ekkert að stoppa. "Ég hef séð hana áður", sagði prinsinn.
Nú erum við komin heim í heiðardalinn í notalegheit við kertaljós og tedrykkju. Á morgun flytjum við mæðgin á hótel. Ég verð að lúta í lægra haldi fyrir bakinu. Desværre.
P.S. Ég er alveg í vandræðum með að tjá mig hérna, nota einhverja bananablöndu af dönsku og sænsku, s.k. svönsku.
Eftir hádegi fórum við með Sívý út til Gentofte til þess að fara í Toys-R-Us. Prinsinn vildi ólmur drífa í að eyða farareyrinum sínum og tókst það með bravör í ofvaxinni dótabúðinni. Ég var sæl yfir því sem endanlega varð fyrir valinu, þ.e. lítil og nett leikjatölva í stað 5.000 lítra sundlaugar eða legókassa sem var stærri en ferðataskan mín.
Næst var haldið aftur niður á Norðurbrú að losa dót og sækja kall. Þaðan löbbuðum við niður að brúnum og fengum okkur kaffi og meððí á litlu kaffihúsi með stórum samlokum. Kallinn fór aftur heim en við hin héldum áfram á röltinu. Tókum góðan göngutúr með viðkomu í garði kóngsins við Rósenborg. Þar settumst við niður og gæddum okkur á lífsins gæðum, risastórum jarðarberjum og kirsuberjum. Á heimleiðinni bar Sívý töskuna fyrir mig því ég var orðin svo biluð í bakinu.
Í kvöld keyrðum við á Tutlmóbílnum út í Hellerup og borðuðum danskan kvöldverð á krá. Eftir matinn keyrðum við út á Löngulínu og fengum okkur kvöldísinn (ís númer tvö í dag fyrir okkur mæðgin) og renndum framhjá þeirri litlu. Vorum ekkert að stoppa. "Ég hef séð hana áður", sagði prinsinn.
Nú erum við komin heim í heiðardalinn í notalegheit við kertaljós og tedrykkju. Á morgun flytjum við mæðgin á hótel. Ég verð að lúta í lægra haldi fyrir bakinu. Desværre.
P.S. Ég er alveg í vandræðum með að tjá mig hérna, nota einhverja bananablöndu af dönsku og sænsku, s.k. svönsku.
föstudagur, júní 24, 2005
Fjósamenn á ferðalagi, part vonn
Við mæðgin vöknuðum spennt í morgun; á leiðinni til kóngsins Köben, jibbí!
Morgunmatur, bað, rak, klipp, pakk og út. Röltum eins og alvöru túrhestar með flugfreyjutöskurnar okkar niðrá BSÍ og keyptum innpakkaðar kleinur handa Tutlu og Tutlingi.
Flugrútan var nokkuð þétt setin. Við lentum á eftir jeppa í sunnudagsbíltúr og vorum í réttan klukkutíma á leiðinni. Rúmur hálftími í röðinni innan um öskureiða Þjóðverja sem höfðu borgað 2.200 evrur fyrir flugið og fannst frekar lamað að þurfa að horfa á sumarstarfsmenn taka tíu mínútur í hverja inntékkun. Við hlupum gegnum fríhöfnina, keyptum ost og bækur og emmpéþrjá og krem og hlupum svo út í vél. Ég fékk einn af Þjóðverjunum við hlið mér, risavaxinn og sveittan. Borðaði flugvélamatinn eins og látbragðsleikari. Náði að sjálfsögðu að sulla niður á mig.
Tutlingur var mættur á Tutlmóbílnum að sækja okkur á flugvöllinn. Sonurinn jesúsaði sig í bak og fyrir yfir þessum svakalega flotta bíl og öllu sem fyrir augu bar á leiðinni. Kannaðist ótrúlega vel við sig þó hann hafi bara einu sinni komið hér áður.
Tutlhjónin reiddu fram dýrindis grillmat og allir átu sér til óbóta. SS-pylsur voru að sjálfsögðu hluti veislunnar í farángrinum og lentu nokkrar á grillinu með nautasteikinni.
Rólegheit og mas og kaffi og kleinur núna. Pjakkur litli kominn á gólfið hjá frænku sinni og farinn að mála. Á morgun förum við í Tívolí.
Morgunmatur, bað, rak, klipp, pakk og út. Röltum eins og alvöru túrhestar með flugfreyjutöskurnar okkar niðrá BSÍ og keyptum innpakkaðar kleinur handa Tutlu og Tutlingi.
Flugrútan var nokkuð þétt setin. Við lentum á eftir jeppa í sunnudagsbíltúr og vorum í réttan klukkutíma á leiðinni. Rúmur hálftími í röðinni innan um öskureiða Þjóðverja sem höfðu borgað 2.200 evrur fyrir flugið og fannst frekar lamað að þurfa að horfa á sumarstarfsmenn taka tíu mínútur í hverja inntékkun. Við hlupum gegnum fríhöfnina, keyptum ost og bækur og emmpéþrjá og krem og hlupum svo út í vél. Ég fékk einn af Þjóðverjunum við hlið mér, risavaxinn og sveittan. Borðaði flugvélamatinn eins og látbragðsleikari. Náði að sjálfsögðu að sulla niður á mig.
Tutlingur var mættur á Tutlmóbílnum að sækja okkur á flugvöllinn. Sonurinn jesúsaði sig í bak og fyrir yfir þessum svakalega flotta bíl og öllu sem fyrir augu bar á leiðinni. Kannaðist ótrúlega vel við sig þó hann hafi bara einu sinni komið hér áður.
Tutlhjónin reiddu fram dýrindis grillmat og allir átu sér til óbóta. SS-pylsur voru að sjálfsögðu hluti veislunnar í farángrinum og lentu nokkrar á grillinu með nautasteikinni.
Rólegheit og mas og kaffi og kleinur núna. Pjakkur litli kominn á gólfið hjá frænku sinni og farinn að mála. Á morgun förum við í Tívolí.
Ameríski bróðir minn
Elsku bróðir minn í Ameríku sendi mér póst með (I quote) "they can kiss my American ass!"
Þeir sem hafa búið í útlöndum minnast þess kannski að aldrei er maður meiri Íslendingur en einmitt þegar maður er erlendis. Það kemur aldrei upp sú staða á Íslandi að við mann sé sagt: "Vá, ertu íslensk! Má ég faðma þig?"
Eða "Þekkirðu Björk?"
Maður er Íslendingur í útlöndum. Maður býr í útlöndum, gjarnan vegna þess að manni finnst töff að vera öðruvísi, tala leynimál, og þrífst að mörgu leiti vel sem útlendingur.
Og það er stór ákvörðun að vera eitthvað annað, þó þú sért enn Íslendingur og útlendingur. Maður er hluti af athöfn þar sem maður sver eið og svoleiðis og líður kannski pínulítið skrítilega inni í sér þegar maður er búinn.
En maður fær að kjósa á eftir.
Kosningarétturinn er mér sem Íslending mikilvægustu mannréttindi í heimi (eftir aðgang að fersku vatni). Ég veit að amríski bróðir minn metur kosningarétt sinn mikils. Nú getur hann t.d. verið með til að ráða hvort Ameríka fari í fleiri stríð og hvernig grunnskólamálum er háttað í landinu sem barnabörnin hans koma til með að ganga menntaveginn.
Mér finnst hann töffari.
.
Þeir sem hafa búið í útlöndum minnast þess kannski að aldrei er maður meiri Íslendingur en einmitt þegar maður er erlendis. Það kemur aldrei upp sú staða á Íslandi að við mann sé sagt: "Vá, ertu íslensk! Má ég faðma þig?"
Eða "Þekkirðu Björk?"
Maður er Íslendingur í útlöndum. Maður býr í útlöndum, gjarnan vegna þess að manni finnst töff að vera öðruvísi, tala leynimál, og þrífst að mörgu leiti vel sem útlendingur.
Og það er stór ákvörðun að vera eitthvað annað, þó þú sért enn Íslendingur og útlendingur. Maður er hluti af athöfn þar sem maður sver eið og svoleiðis og líður kannski pínulítið skrítilega inni í sér þegar maður er búinn.
En maður fær að kjósa á eftir.
Kosningarétturinn er mér sem Íslending mikilvægustu mannréttindi í heimi (eftir aðgang að fersku vatni). Ég veit að amríski bróðir minn metur kosningarétt sinn mikils. Nú getur hann t.d. verið með til að ráða hvort Ameríka fari í fleiri stríð og hvernig grunnskólamálum er háttað í landinu sem barnabörnin hans koma til með að ganga menntaveginn.
Mér finnst hann töffari.
.
þriðjudagur, júní 21, 2005
Ferðalag
Jæja við erum komin heim eftir viku langt ferða lag í rigningu með kött Þetta var allveg æðislegt ferðalag fyrir utan þá yndislegu staðreynd að ég fer í ferðalag FRÁ Reykjavík og þá er gott veður í Reykjavík og RIGNING allsstaðar annarsstaðar
En ok Þetta ferðalag byrjaði í sumarbústaðarpartýi með Loftkastalafólkinu. Þaðan hélldum við á Skóga þar sem að ég beið spennt eftir 14. júní og afmælispakkanum mínum sem að Gunnar Örn hafði falið fyrir mér undanfarna daga. Þá 14. var ég vakin með stórum pakka og jógúrtdós, við pökkuðum og héldum til Hafnar í Hornafirði. Þar Grillaði Gunnar Örn voða fínan mat fyrir okkur og fórum við södd að sofa með hina túristana í kringum okkur. 16. fórum við á Egilsstaði, gistum þar eina nótt, hittum frænku hans Gunnars og skoðuðum Seyðisfjörð. Aðfaranótt 17. júní gistum við á Akureyri. Stykkishólmur var valin til að vera á síðustu tvær næturnar af fríinu bara vegna þess að þar var spáð SÓL, þar hittum við Óla og famillien. Þau voru í þessu líka svaka flotta sumarhúsi. Þau elduðu oní okkur litlu sveltu börnin, og tókum við vel til matar okkar. Svo fyrir tilviljun hitti ég Röggu frænku í sundi á Hólminum, var hún þar á ættarmóti með litlu familíuna. Þessi ferð var virkilega skemmtileg. :)
Og nú erum við komin heim í litlu sætu íbúðina okkar og höfum ekki fengið stundar frið fyrir vinnu. (eins og alltaf)
En ok Þetta ferðalag byrjaði í sumarbústaðarpartýi með Loftkastalafólkinu. Þaðan hélldum við á Skóga þar sem að ég beið spennt eftir 14. júní og afmælispakkanum mínum sem að Gunnar Örn hafði falið fyrir mér undanfarna daga. Þá 14. var ég vakin með stórum pakka og jógúrtdós, við pökkuðum og héldum til Hafnar í Hornafirði. Þar Grillaði Gunnar Örn voða fínan mat fyrir okkur og fórum við södd að sofa með hina túristana í kringum okkur. 16. fórum við á Egilsstaði, gistum þar eina nótt, hittum frænku hans Gunnars og skoðuðum Seyðisfjörð. Aðfaranótt 17. júní gistum við á Akureyri. Stykkishólmur var valin til að vera á síðustu tvær næturnar af fríinu bara vegna þess að þar var spáð SÓL, þar hittum við Óla og famillien. Þau voru í þessu líka svaka flotta sumarhúsi. Þau elduðu oní okkur litlu sveltu börnin, og tókum við vel til matar okkar. Svo fyrir tilviljun hitti ég Röggu frænku í sundi á Hólminum, var hún þar á ættarmóti með litlu familíuna. Þessi ferð var virkilega skemmtileg. :)
Og nú erum við komin heim í litlu sætu íbúðina okkar og höfum ekki fengið stundar frið fyrir vinnu. (eins og alltaf)
sunnudagur, júní 19, 2005
Jasso...
Nú eru greinilega allir í sumarfríi. Kannski góða veðrið dragi fólk frá tölvunum, gott ef svo er. Sólin enda skinið viðstöðulaust svo sólarhringum skiptir hér í Reykjavík. Þvílíkur seytjándi júní fyrirfinnst ekki í elstu minnum.
Ég, fyrir mína parta, eyddi stórum hluta seytjándans á sólpalli í Garðabæ með tólf ára afmælisbarni og borðaði tertur í morgunmat. Lagði mig á Klambratúni undir kvöld, tjænís í kvöldmat og rölt í bænum. Við vorum nú ekki lengi í bænum þar sem einburðurinn er hræddur við drukkið fólk og það var talsvert farið að bera á því upp úr tíu. Mér fannst lífið dásamlegt þar sem ég stóð léttklædd hjá kirkjunni minni á hæðinni í blankalogni klukkan hálfellefu að kvöldi og borðaði Magnum með möndlum. Kom kröftuglega niður á jörðina daginn eftir þegar ég komst varla framúr rúmi fyrir bakverk og var þar að auki kílói þyngri en morguninn áður! Ah, well, eins og Kaninn segir. Maður á góða að.
Eftir fimm daga verð ég í flugvél og örugglega mikið hressari.
Ég, fyrir mína parta, eyddi stórum hluta seytjándans á sólpalli í Garðabæ með tólf ára afmælisbarni og borðaði tertur í morgunmat. Lagði mig á Klambratúni undir kvöld, tjænís í kvöldmat og rölt í bænum. Við vorum nú ekki lengi í bænum þar sem einburðurinn er hræddur við drukkið fólk og það var talsvert farið að bera á því upp úr tíu. Mér fannst lífið dásamlegt þar sem ég stóð léttklædd hjá kirkjunni minni á hæðinni í blankalogni klukkan hálfellefu að kvöldi og borðaði Magnum með möndlum. Kom kröftuglega niður á jörðina daginn eftir þegar ég komst varla framúr rúmi fyrir bakverk og var þar að auki kílói þyngri en morguninn áður! Ah, well, eins og Kaninn segir. Maður á góða að.
Eftir fimm daga verð ég í flugvél og örugglega mikið hressari.