<$BlogRSDUrl$>
Google

laugardagur, júlí 30, 2005

Trillilí 

Stundum spáir maður fram og aftur í það hvað maður ætli nú að skrifa um... Nú eru fréttir að hefjast og ég tek mér pásu.
Gleðilega herslunarmannavelgi!

Það er líklega búið að komast upp um ferð mína til Íslands um síðustu helgi. Við hjúin átum hrygg hjá mömmu og skoðuðum jeppa.

Það er þegar búið að plana jeppaskoðun í næstu ferð til Íslands. Ég hef þó látið í það skína að ég sé nú eiginlega heima til að hjálpa til við flutninga ...

En hvað með það. Ég hlakka náttúrulega til að koma heim næst. Alveg brjálæðislega.

Í fréttum er þetta helst:
komst ekki inn í háskólann
er að skrifa umsóknir
ætla að dansa salsa í kvöld á meðan kærastinn er í steggjapartýi.

En nú ætla ég að taka mér lúr.
Best að vera frísk fyrir kvöldið.

föstudagur, júlí 29, 2005

Ferðafárið 

Stórmarkaðir sem smáir keppast nú við að bjóða og undirbjóða og frambjóða allan þann varning sem hugsanlega er hægt að tengja ferðalögum á einhvern máta. Allir bjóða þeir vatns- og gubbheld tjöld, einnota grill og stóla með glasagötum. Framleiðendur útileguviðbúnaðar vita nefnilega allir að nútímaþægindi á ferðalögum felast í viðunandi aðbúnaði fyrir drykkjarföng. Þetta vita líka þeir sem framleiða bíla, bíóstóla og sundlaugardót. Engan stól hef ég enn séð í Ikea eða Húsgagnahöllinni með holu í armi. Það stendur væntanlega til bóta. Ég myndi reyndar ganga skrefinu lengra og hafa þartilgerðan poka á hinum arminum fyrir flögur. Og holu undir setunni fyrir piss.
Bónus býður betur, eins og almennt er vitað, enda bjóða þeir nú sérstök FERÐANÆRFÖT og teljast því hér með ókrýndur ferðafársgyllibjóðari ársins 2005.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com