miðvikudagur, ágúst 17, 2005
Flutt
Jæja! Þá er hreppaflutningunum miklu lokið. Langholtsvegur 179 var kvaddur endanlega í dag seinnipartinn. Síðustu hlutir sem að teknir voru var kæustur, handklæði, einmana baðmotta, hreinsivörur og eldhúsklukkan. Í þessari síðustu heimsókn var safnað saman nokkrum lyklum, drepnir tveir geitungar og um það bil 17 köngulær. Virtust þær hafa safnast saman á fundi niðrí kjallara til að ræða nýa eigendur. Formlega eru nú Þórður B. Sigurðsson og frú hans flutt í Klapparhlíðina í Mosfellsbæ. Gestir og gangandi eru því beðnir um að koma þangað ekki á gamla "langó".
sunnudagur, ágúst 14, 2005
Hreppaflutningar inir miklu
Hammer og Frussa voru flutt milli kaupstaða í dag og gengu flutningar vonum framar. Er ið nýja sveitaheimili var kvatt að kvöldi voru bros á vörum og hlýja í hjarta. Er ég þess fullviss að flutningar þessir munu reynast mikið gæfuspor og að þeim gömlu á eftir að líða einkar vel í faðmi mosfellskra fella.
Til lukku með nýju íbúðina!
Til lukku með nýju íbúðina!