<$BlogRSDUrl$>
Google

laugardagur, september 17, 2005

Kæra Frussa 

Langt er nú um liðið síðan ég ritaði þér síðast en verður nú gerð bragabót á. Margt hefur á daga mína drifið síðan síðast og myndi margur telja að nú sé í brók brugðið og tilefni til sögustunda margra. Það er hins vegar svo að minni mínu hefur hrakað sl. mánuði og það sem frásagnar er vert hefur nú horfið heila mínum.
Ég læt því staðra numið að sinni og óska þér velfarnaðar í framtíðinni.

Kær kveðja,
Lavi

föstudagur, september 16, 2005

Abát bloddí tæm 

Það gerist ekki margt á þessari síðu. Kannski maður skvetti inn nokkrum hugleiðingum fyrir svefninn, svo frussan haldi lífi.

Sú skemmtilega staða var á landi hér í gær að Sturla Böðvarsson var eini ráðherrann sem var bara í einu starfi, þ.e. sínu eigin starfi. Ég held að ég hafi heyrt rétt í fréttum að einungis fjórir ráðherrar hafi verið á landinu og þeir ansi bissí greyin. Það er að segja þessir þrír sem treyst var fyrir mörgum ráðuneytum og ráðherratitlum, allir nema Sturla. Hann hefur örgglega fengið snert af "bara húsmóðir" syndróminu. "Nei, ég er nú bara samgönguráðherra. Vild'ég væri fjár-, dóms- og mennta, umhverfis- og sjávarútvegs eða heilbrigðis-, félags- og forsætis eins og sumir... en ó nei. Örugglega af því að ég er úr Breiðafirðinum..." Getur varla verið mikið mál að sinna þessum störfum fyrst maður getur stjórnað fjármálunum með annarri hendi, dóms- og kirkjumálum með hinni og menntamálunum með rassgatinu. Við nánari tilhugsun held ég að það síðarnefnda sé sosum engin nýlunda... Ekki það að ég hafi lagt það á minnið hverjir væru fjarverandi og hvað væri hvurs í embættisafleysingunum. Man samt þetta með Sturlu greyið. Fann hálfpartinn til með honum.

En hvað segja frussungar þá um hina nýju ráðherraskipan? Ég fyrir mitt leyti er himinlifandi yfir því að Einar karlinn Guðfinnsson komist í sjávarútvegsráðuneytið. Hann er svona fiskikarl, maður veit að hann hefur meira vit á þessu en dýralæknirinn. Örugglega migið í saltan, ekki bara gubbað. Mér er nokk sama um Geir hinn norska. Hann hefur ágætis talanda. Talar útlensku örugglega ekki verr en yfirfreyjur í íslenska flugflotanum. "Meik sjorjor teibúsinanoprætposisjönen jorsítbettse kjúrlí fasennd. Víþeinkjúforflængviðöshevanæsdei." Verst hvað hann er ófríður ræfillinn. Frussa sjálf kallar hann "froskinn".
Hins vegar fatta ég ekki þetta með Árna Matt í fjármálin.

Hér kemur flippuð hugmynd: Hvernig væri ef við myndum allt í einu gera kröfur um faglega þekkingu og færni manna á því sviði sem þeir taka að sér að stýra fyrir okkur hin? Now that would be a hoot. Hver segir að dýralæknir, stúdent eða lögfræðingur hafi meiri stjórnunarhæfileika en viðskiptafræðingur, líffræðingur eða kennari? En... það virkar nú ekki svona blessað lífið. Menn vinna sér inn fyrir þessu. Fyrst hellir maður upp á kaffið, svo skrifar maður fundargerðirnar og passar að láta í sér heyra, mátulega sammála réttu fólki og mátulega ósammála til þess að eftir sé tekið... kemur sér í nefndir, bara einhverjar, skiptir ekki máli hvort vit eða áhugi sé fyrir hendi því einn góðan veðurdag lendir maður í feitu nefndunum. Skrifar í blöðin um heitu málin. Fær hlutverk í flokknum. Lætur ganga obbolítið á eftir sér til þess að taka sæti á Listanum í fyrsta sinn. Kominn þangað inn er rétt að hækka róminn ofurlítið, setja sig í klisju- og fyrirsagnastellingar án þess þó að glata trúverðugleikanum. Sýninni. Fyrir flokkinn. Fyrir mömmu... Blogga, vera líbó. Mjúkur en harður. Tilbúinn að fórna ýmsu fyrir Sæti ef það kemst ekki í hámæli. Taka þetta svo á Morfísnum.

En, almáttugur, klukkan er að verða hálfeitt. Ekki skrýtið að ég sé syfjuð. Góða nótt!

miðvikudagur, september 14, 2005

Humar 

Humar til sölu kostar nokkrar tölur :D

1kg XL humar kostar 4500
1kg L humar kostar 4000
1kg M humar kostar 3500
1kg skelbrotinn humar kostar 3000

Þetta er til styrktar ferðar minnar til Slóveníu J
Endilega kaupið hjá mér dýrindis humar J

Kveðja Gulla

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com