<$BlogRSDUrl$>
Google

fimmtudagur, október 06, 2005

Annað sem er óskiljanlegt... 

... er hvernig svona masgjörn kona eins og ég skuli geta haft frá svona litlu að segja... Hún er bara ekki þarna til staðar, masþörfin. Ekki þessa dagana. Bókstaflega orðlaus, stúlkan.

Ég var svo snjöll að læsa okkur mæðgin úti í kvöld. Uppgötvaði mér til skelfingar að varalyklarnir voru ekki í vinnunni, enda ekki skilað þeim þangað aftur eftir síðustu útilæsingu. Karlinn í Ameríku. Ó boj. Þá var nú gott að eiga góða að, mennina með vitið og vöðvana, tækin og tólin og stóru bílana. Þetta eru nú meiri sykurmolarnir þessir vinnufélagar mínir. Ég var samt í kasti yfir því að þeir þyrftu að vaða inn um eldhúsgluggann; yfir þriggja daga uppvaskið. Sonurinn trúði ekki sínum eigin eyrum: "Ég segi henni mömmu þinni þetta," sagð'ann.

mánudagur, október 03, 2005

Þetta er gjörsamlega óskiljanlegt... 

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com