fimmtudagur, desember 29, 2005
Ljósmyndasamkeppni Lava
Um leið og árið er liðið hef ég, lavi Hammers, ákveðið að hleypa af stokkunum skemmtilegum leik hér í tengslum við Frussuna. Leikur þessi ber hið fróma nafn "Ljósmyndasamkeppni Lava" og fer fram í 12 hlutum á árinu 2006.
Reglurnar eru einfaldar og ættu allir sem vetlingi geta valdið að skilja þær og geta tekið þátt.
Leikreglur:
1. Allir geta tekið þátt.
2. Annan hvern mánuð verða ljósmyndaverkefnin gerð kunnug og skiladagur ákveðinn.
3. Eftir að skiladegi er náð verða ljósmyndirnar póstaðar á vefsíðu og sett upp könnun sem sker úr hver á bestu myndina í hverri umferð.
4. Í lok ársins mun síðan sérstök dómnefnd fara yfir allar myndirnar og velja mynd ársins 2006.
Ég hvet alla, unga sem aldna, að taka þátt.
Reglurnar eru einfaldar og ættu allir sem vetlingi geta valdið að skilja þær og geta tekið þátt.
Leikreglur:
1. Allir geta tekið þátt.
2. Annan hvern mánuð verða ljósmyndaverkefnin gerð kunnug og skiladagur ákveðinn.
3. Eftir að skiladegi er náð verða ljósmyndirnar póstaðar á vefsíðu og sett upp könnun sem sker úr hver á bestu myndina í hverri umferð.
4. Í lok ársins mun síðan sérstök dómnefnd fara yfir allar myndirnar og velja mynd ársins 2006.
Ég hvet alla, unga sem aldna, að taka þátt.
miðvikudagur, desember 28, 2005
Steliskrif
Ég er að stelast til að skrifa smá af því að enginn hefur skrifað neitt um jólin sætu og góðu. Ég er enn í fötlunarfríi (þó ég sé langt frá því eins fötluð og fótbrotna Flísa von Flippenflappen). Var að koma úr leiser-, nudd- og stuttbylgjumeðferð dagsins, döldið aum og jöskuð.
Ég hef verið ósku ánægð með jólin "só far". Jólaíbúðin á Leifsgötunni skartar sínu fegursta að vanda og við höfum það skammarlega gott eins og flestir aðrir í þessum heimshluta. Fréttir af gamalli konu sem fannst látin á aðfangadag vekja til umhugsunar. Hún hafði verið látin í þrjár vikur þegar hún fannst. Nágrannarnir kölluðu til lögreglu vegna ólyktar. Ég vona að Frussungar passi upp á mig í ellinni.
Gleðilega hátíð, nærskir og fjærskir vinir mínir og ættingjar. Gleymið ekki sögunni af Jesúsi. Ef þið eigið ekki biflíu má alltaf finna hana á http://www.baggalutur.is/jol/2005.php
Ég hef verið ósku ánægð með jólin "só far". Jólaíbúðin á Leifsgötunni skartar sínu fegursta að vanda og við höfum það skammarlega gott eins og flestir aðrir í þessum heimshluta. Fréttir af gamalli konu sem fannst látin á aðfangadag vekja til umhugsunar. Hún hafði verið látin í þrjár vikur þegar hún fannst. Nágrannarnir kölluðu til lögreglu vegna ólyktar. Ég vona að Frussungar passi upp á mig í ellinni.
Gleðilega hátíð, nærskir og fjærskir vinir mínir og ættingjar. Gleymið ekki sögunni af Jesúsi. Ef þið eigið ekki biflíu má alltaf finna hana á http://www.baggalutur.is/jol/2005.php