laugardagur, janúar 21, 2006
Þá er skilafrestur vegna Ljósmyndasamkeppni Lava í Janúar runninn út og innsendar myndir til sýnis á síðu keppninar.
fimmtudagur, janúar 19, 2006
Eins og við manninn mælt.
Var ekki fyrr búin að setja umkvartanir mínar hér inn en fyrstu myndir bárust mér. Alltaf gott að ath. í pósthólfið áður en farið er að rífa kjaft. En betur má ef duga skal svo upp upp mín þjóð og drífa sig í að senda inn myndir.
Allra síðasti séns......
Og nú liggur maður heima í bæli.
Hefði jöfnum höndum ekki setið við vördinn og bloggað nema kannski út af hissun minni í garð fjölskyldu og vina sem sýna ekki svo mikið sem flís af áhuga fyrir skemmtunum sem boðið er uppá. Þar á ég að sjálfsögðu við hina ansi skemmtilegu Ljósmyndasamkeppni sem ég átti allt eins von á að yrði skemmtileg tilbreyting í grámyglu hversdagsleikans. Verandi í fjölskyldu sem í gegnum tíðina hefur státað sig af því að hafa óvenju gott auga fyrir ljósmyndun þá verð ég að segja að viðtökur og þáttaka hefur ollið vonbrigðum. Nú þegar aðeins einn dagur er eftir af fyrsta skilafrest hefur aðeins ein mynd borist í keppnina og það er mín mynd. Það eru engin aldurstakmörk og skemmtilegt að leyfa yngri kynslóðinni að taka þátt.
.
Hefði jöfnum höndum ekki setið við vördinn og bloggað nema kannski út af hissun minni í garð fjölskyldu og vina sem sýna ekki svo mikið sem flís af áhuga fyrir skemmtunum sem boðið er uppá. Þar á ég að sjálfsögðu við hina ansi skemmtilegu Ljósmyndasamkeppni sem ég átti allt eins von á að yrði skemmtileg tilbreyting í grámyglu hversdagsleikans. Verandi í fjölskyldu sem í gegnum tíðina hefur státað sig af því að hafa óvenju gott auga fyrir ljósmyndun þá verð ég að segja að viðtökur og þáttaka hefur ollið vonbrigðum. Nú þegar aðeins einn dagur er eftir af fyrsta skilafrest hefur aðeins ein mynd borist í keppnina og það er mín mynd. Það eru engin aldurstakmörk og skemmtilegt að leyfa yngri kynslóðinni að taka þátt.
.
miðvikudagur, janúar 18, 2006
Ljósmyndasamkeppni síðasti séns
Enn á ný minni ég á ljósmyndakeppnina. Nú eru aðeins 2 dagar eftir í skilafrest og miðað við innsendar myndir þá má gera ráð fyrir að þetta verði sigurmyndin fyrir janúarmánuð. Þið munið að þemað er vetur og myndina má senda á steinrikur@simnet.is
sunnudagur, janúar 15, 2006
Litla Hryllingsbúðin
Ókei, ekki halda að yfirskriftin þýði að hér sé allt í vitleysu.
Ónei, hér hefur verið blessunarlega rólegt síðan um áramót.
Ég er bara að spá ... ég man eftir að hafa séð Litlu Hryllingsbúðina fyrir einhverjum árum, þar sem Edda Heiðrún var ein af stjörnum sýningarinnar og Laddi fór hamförum. Ég hef bitið það í mig að Megas hafi þýtt textana fyrir þessa uppsetningu.
Ég man eftir að hafa fengið alla þessa texta á heilann. Í dag eru er ég allt í einu óörugg með textana þegar ég fór að rifja upp.
Mig vantar auðvitað sönginn um Baldur sem byrjaði "Ég veit, Baldur bestur er kosta ... en kærastinn minn er með kvalalosta ... "
Getur einhver hjálpað mér?
Ég veit að stykkið hefur verið sett upp síðan, meðal annars á Akureyri. Ég veit ekki hvort notast hefur verið við sömu þýðingu á textunum.
Endilega látið mig vita ef þið getið hjálpað eitthvað með þetta.
Og að lokum vil ég óska öllum góðs gengis með myndatökurnar fyrir ljósmyndasamkeppni Lava.
Ónei, hér hefur verið blessunarlega rólegt síðan um áramót.
Ég er bara að spá ... ég man eftir að hafa séð Litlu Hryllingsbúðina fyrir einhverjum árum, þar sem Edda Heiðrún var ein af stjörnum sýningarinnar og Laddi fór hamförum. Ég hef bitið það í mig að Megas hafi þýtt textana fyrir þessa uppsetningu.
Ég man eftir að hafa fengið alla þessa texta á heilann. Í dag eru er ég allt í einu óörugg með textana þegar ég fór að rifja upp.
Mig vantar auðvitað sönginn um Baldur sem byrjaði "Ég veit, Baldur bestur er kosta ... en kærastinn minn er með kvalalosta ... "
Getur einhver hjálpað mér?
Ég veit að stykkið hefur verið sett upp síðan, meðal annars á Akureyri. Ég veit ekki hvort notast hefur verið við sömu þýðingu á textunum.
Endilega látið mig vita ef þið getið hjálpað eitthvað með þetta.
Og að lokum vil ég óska öllum góðs gengis með myndatökurnar fyrir ljósmyndasamkeppni Lava.