mánudagur, febrúar 13, 2006
Nýasta afsprengi Gweldu og Lava
Eyddum lunga úr sunnudegi við þýðingar á sænsku ástarljóði í tilefni af brúðkaupi í fjölskyldu Spúsu minnar. Mæli með því að hafa sænsku útgáfuna í hátölurunum meðan raulað er með.
Af þrá til þín.
Heilli eilífð ég varði án vitundar um þig
Þú varst þó lifandi í hverjum draumi, svo lifandi nærri.
Stundum hélt ég að hefði þig fundið fyrir mig
en í hvert sinn höfðu mínir draumar fallið um sjálfa sig.
Og fjölda faðma ég kvaddi af þránni til þín
því ég vissi af þér og að þú biðir mín.
Já, marga dagana lúin ég leitandi rann
og að lokum ég fegurstu sálina fann.
Það var einfalt og fagurt, þú hafðir beðið eftir mér.
Ég gat fundið fyrir himnaríki á jörðu, ég sá það.
Og þú baðst mig að lifa æ lífinu nærri þér.
Ég fylgdi þér og allar óskir mínar þar rættust af sjálfu sér.
Og fjölda faðma ég kvaddi af þránni til þín
því ég vissi af þér og að þú biðir mín.
Já, marga dagana lúin ég leitandi rann
og að lokum ég fegurstu sálina fann
Enginn hefur mitt hjarta fyrr fangað á slíkan hátt.
Undan blíðu þinni sorg og sársauki smám saman hverfa.
Allir skuggarnir dreifast, nú hverfur hin myrka nátt
og með sólarupprásinni stígum og lítum í ljóssins átt.
Og fjölda faðma ég kvaddi af þránni til þín
því ég vissi af þér og að þú biðir mín.
Já, marga dagana lúin ég leitandi rann
og að lokum ég fegurstu sálina fann
Og fjölda faðma ég kvaddi af þránni til þín
því ég vissi af þér og að þú biðir mín.
Já, marga dagana lúin ég leitandi rann
og að lokum ég fegurstu sálina fann
Af þrá til þín.
Heilli eilífð ég varði án vitundar um þig
Þú varst þó lifandi í hverjum draumi, svo lifandi nærri.
Stundum hélt ég að hefði þig fundið fyrir mig
en í hvert sinn höfðu mínir draumar fallið um sjálfa sig.
Og fjölda faðma ég kvaddi af þránni til þín
því ég vissi af þér og að þú biðir mín.
Já, marga dagana lúin ég leitandi rann
og að lokum ég fegurstu sálina fann.
Það var einfalt og fagurt, þú hafðir beðið eftir mér.
Ég gat fundið fyrir himnaríki á jörðu, ég sá það.
Og þú baðst mig að lifa æ lífinu nærri þér.
Ég fylgdi þér og allar óskir mínar þar rættust af sjálfu sér.
Og fjölda faðma ég kvaddi af þránni til þín
því ég vissi af þér og að þú biðir mín.
Já, marga dagana lúin ég leitandi rann
og að lokum ég fegurstu sálina fann
Enginn hefur mitt hjarta fyrr fangað á slíkan hátt.
Undan blíðu þinni sorg og sársauki smám saman hverfa.
Allir skuggarnir dreifast, nú hverfur hin myrka nátt
og með sólarupprásinni stígum og lítum í ljóssins átt.
Og fjölda faðma ég kvaddi af þránni til þín
því ég vissi af þér og að þú biðir mín.
Já, marga dagana lúin ég leitandi rann
og að lokum ég fegurstu sálina fann
Og fjölda faðma ég kvaddi af þránni til þín
því ég vissi af þér og að þú biðir mín.
Já, marga dagana lúin ég leitandi rann
og að lokum ég fegurstu sálina fann