<$BlogRSDUrl$>
Google

miðvikudagur, júlí 12, 2006

Spúsa fertug 


Hún Spúsa mín verður fullra fjörutíu ára þann 13. júlí. Í tilefni þess skundum við í sumarhús Starfsmannafélags Kópavogs við Efri Reykji (rétt hjá RB bústað)og stefnum að móttöku gesta á laugardag. Ekki verður um eiginlega afmælisveislu að ræða en Spúsa ætlar að hella upp á könnuna og hræra í eitthvað með nýju afmælisgjöfinni. Allir velunnarar eru velkomnir í heimsókn til okkar á laugardaginn og er velkomið að gista ef áhugi er á því. Bústaðurinn tekur lengi við en svo má jafnvel tjalda í nágrenninu ef fólk vill.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com