<$BlogRSDUrl$>
Google

þriðjudagur, september 05, 2006

Fyrst Frussan sjálf er farin að lesa bloggið þá verður maður að segja:

Hæ mamma!

Afmælisbarnið.

Best að blogga þá fyrir Frussuna sjálfa! 

Ekki það að við tölumst við daglega þessa dagana.
En þið fáið samt að vita hvað Frússan vill helst heyra þessa dagana.

Af okkur er það að frétta að dagur þrjú eftir heimkomu byrjaði ljúflega. Drengurinn svaf til þetta sirka 8 í morgun (frá þremur pelum í gærkvöldi, glorsvangur). Þá var honum skellt á brjóst og hann svaf hjá mömmu sinni í bólinu til tæplega 11 og fékk þá annan pela. Hann hefur síðan verið að leika sér þar til bara núna rétt áðan, klukkan tuttugu mínútur í tvö þegar ég sá að hann var þreyttur.
Þá var honum pakkað inn í peysu og húfu og út í vagn. Ekkert rugg eða vesen, bara lagður og ég fór svo inn, stíf í maganum og með augun á skjánum á fínu græjunni.
Minn bara sofnaði sjálfur.

Ég júbla hérna (júbla er svona danskt) því þetta er annar dagurinn í röð sem þetta tekst svona. Hann sefur núna í rúminu sínu á nóttunni og í vagninum á daginn.
Fær pela og brjóst á þetta 3 1/2 - 4urra tíma fresti nema hann biðji um meir.
Bara lagður.

Já, og ég kem bara svo miklu í verk á milli!
Best ég athugi hvað þetta merki sem blikkar á uppþvottavélinni þýðir.

kveðja frá Köben
sakna ykkar allra
K

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com