<$BlogRSDUrl$>
Google

föstudagur, september 15, 2006

Ókei, ég veit ég er ekki Skotta, en.... 

... ég bjó til einn góðan í fyrradag:

Gulrætur í strimlum og spergilkál í greinum gufusoðið í örfáar mínútur. Fjarlægt úr pottinum og núðlur (eggja) settar í sjóðandi vatnið. Pottur af hellu, látið standa í 5 mínútur. Sundurliða vatn og núðlur. 200 gr. af núðlum er nóg fyrir 3 - 4, fer eftir svengd og magni af aukadóti.

Á meðan eru sneiddir sveppir þurrsteiktir á grillpönnu og svo ein til tvær kjúklingabringur, niðursneiddar í ræmur (sumsé grillsteiktar líka). Kryddaðar með salti og pipar, a.m.k.

Öllu blandað saman á pönnunni eða í skál og sósu hellt yfir:

Olía (sirka matskeið)
Sesamolía (sirka hálf matskeið)
Kraminn hvítlaukur (eitt til tvö lauf)
Soja (almilegt, ekkert Júrósjopper ógeð)
mig minnir að ég hafi sett salt og pipar, en ég er ekki viss

Rauðum piparflögum stráð yfir eftir smekk.

Bonnetító!

sunnudagur, september 10, 2006

Uppskrift vikunnar 

6 kjúklingabringur
Sveppir
Furuhnetur
1 krukka Rautt Pestó
Parmesan
Kebap krydd (Pottagaldrar)

Kryddið bringurnar með Kebapkryddinu og brúnið á pönnu. Komið þeim síðan fyrir í eldföstu móti. Léttsteikið hneturnar og sveppina og dreifið yfir kjúklingin ásamt pestóinu. Að lokum er parmesanosti stráð yfir. Eldfastamótinu lokað með álpappír og bakað við 180 gráður í 60 mínútur. Gott er að fjarlægja álpappír af mótinu síðustu 10 til 15 mínúturnar.
Borið fram með hrísgrjónum og salati.

Ég skora á Skottu að koma með næstu uppskrift.

Gamalmenni 

Það er ekki skemmtilegt að verða gamall. Þá er ég ekki að tala um að ná sjötugsaldri eða áttræðisaldri ég er að tala um að nálgast þriggja stafa tölu. Það er eins og með þriggja stafa töluna á vigtinni, eithvað sem gerist en er lítið skemmtilegt. Ættmóðir Spúsu er í heimsókn. Henni leiðist........

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com