<$BlogRSDUrl$>
Google

þriðjudagur, september 19, 2006

Hef verið að spá íessu ... 

Nú er ég oft ein heima á kvöldin og held þá veislu fyrir sjálfa mig. Í gamla daga þýddi þetta "sushi veisla". Nú, póst barn, heitir þetta kjúklingur.
Minn Stórkostlegi Kærasti borðar nebblega ekki kjúkling.

Allavega, hér er ein einföld og vinsæl þessa dagana:

(fyrir 1)
Tveir kjúklingaleggir með læri (eða bringur)
Eitt gult epli
Gróft salt
Vatn

Kjúklingurinn saltaður og skellt á pönnuna. Eplið skrælt og skorið í bita. Eplinu skellt á pönnuna eftir að kjúllinn er örugglega salmonellufrír.

Borið fram með vatnsglasi.

Auðvitað er hægt að skella sér á meira meðlæti, t.d. maískólfa sem soðnir eru í 20 mínútur eftir að suðan er komin upp.

Já, ég hef alltaf verið hrifnust af einfaldri matargerð. Mér finnst sá matur bestur sem bragðast af mat. Fólk mynnist þess kannski að ég át alltaf pulsu með engu eða bara með steiktum.
Flest úr dós finnst mér ólystugt og þess vegna elska ég að búa í útlöndum þar sem allt grænmeti fæst nýtt fyrir spottprís.
Ég nota lítið krydd, aðallega salt og pipar. Ég er óskaplega góð í að búa til salöt. Ég nota aldrei "dressingar", þá helst olíu og edik, eða vínedikið sem ég kom með frá Rivíerunni um árið. Oftast hef ég svoleiðis standandi á borðinu svo fólk geti fengið sér að vild.

Uppáhaldið í vor var svona salat, en það er smá vinna í því:

Spínat.
Agúrka.
Tómatur
Gul paprika.
Snack paprika (þessar löngu) grilluð á gasinu þar til hún er svört. Þá er hún tekin af og sett í plastpoka svo húðin losni af. Zucchini steikt á grillpönnu.
Zucchini og skræld paprikan skorið niður í salatið.
Furuhnetur ristaðar á pönnu.
Feta eða avocado ef óskað er eftir feitara salati.

Annað uppáhalds sumarsalat er þetta:

Hér í DK er hægt að kaupa kjúlla í svona strimlum. Ég held þetta sé bakhliðin á bringunni eða einhver flipi innanúr, þetta er allavega mjúkt kjöt. Þetta steiki ég á grillpönnunni.

Feldsalat
Agúrka
Tómatar
Sveppir í sneiðar (hráir)
Gular baunir
Jarðaber

Yfir þetta fer svo eina dressingin sem ég nota á sumrin, það er appelsínusafi og olía hrist saman með salt og pipar.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com