<$BlogRSDUrl$>
Google

laugardagur, desember 23, 2006

.

Það má með sanni segja að jólaplatan hennar Möggu Stínu eldist illa.

föstudagur, desember 22, 2006

fleir hugleiðingar á jólaföstu 

.

Vill einhver útskýra fyrir mér ...

... hafa svona strákar alltaf verið til á Íslandi eða er þetta alveg ný tegund karlmanna?

Hvað kallast þessi tegund? Kroppsglaða týpan?

Mig grunar að þetta sé kynslóð sprottin undan digital myndavélunum.
Þegar ég var ung, og dró augað í púng, þá voru strákar ekki svona framfærnir. Ef þeir höguðu sér svona heima hjá sér þá fréttum við hin ekki af því.
Reyndar var einn sem kúkaði á sviðið í Spurningakeppni Framhaldsskólanna á Akureyri. Allir vorkenndu mömmu hans því hún var handavinnukennarinn í FB.
Eða eitthvað.
Hann varð nú bara frægur söngvari.

Einhvernvegin grunar mig að þessir guttar komist í Séð og Heyrt einvhern daginn.
Þann fína pappír.

sunnudagur, desember 17, 2006

Kveðja á aðventu 

.

Best að halda jólapuntinu á síðunni.
Það er nebblega eina puntið sem ég punta með í ár.
Mér finnst nebblega ekki taka því að vera að rífa allt fram fyrir eina viku.

Við Minilla vorum að koma heim frá ömmunni í Ordrup.
Nú er hún hátíðlega skírð Amma í Ordrup því frú Tutla Hammers Hjartar er að reyna að venja sig á að tala íslensku við Minilla. Það er ómögulegt að vera að troða "farmor" inn í íslenskar setningar.
"Eigum við að athuga hvað farmorin þín er að gera í eldhúsinu?"
Nei, gekk bara ekki.

Við vorum hjá ömmu í Ordrup af því við vissum að það myndi allt verða vitlaust hér á Norðurbrún í gær.
Svo fór sem spáð var.


Ástandið er ömurlegt.
Þetta er svona dálítið eins og að búa á Klapparstígnum og koma heim og sjá að Laugaveginum hefur verið rústað. Bílar þaktir málningu, glerbrot allstaðar.
Allt af því að hús í niðurníslu á Lindargötunni var selt.

Nema hvað að munurinn hér er að það er spreyjað með táragasi og þegar það gerist finnur maður alveg fyrir gasinu inni í íbúðinni minni. Við verðum að passa að hafa alla glugga lokaða þegar svona óeirðir eru í gangi.
Ég var ekkert að bíða eftir því svo ég fór með Minilla.

Fólkið í hverfinu er að missa þolinmæðina gangvart unglingunum sem hafa brugðið á það ráð að kasta með múrsteinum af því það heldur að það hjálpi pólitíkusum að "hlusta".

Illa uppalda pakk.

Vinkona mín hringdi í mig um daginn og spurði "Út á hvað gengur þetta eiginlega?"
Ég útskýrði og hún sagði "vá, gott ég er ekki ein um að finnast þetta asnalegt, ég hélt ég hlyti að vera að misskilja eitthvað".

Út á hvað gengur þetta eiginlega?
Séð frá augum innflytjendakonu sem býr í hverfinu ... :

Fyrir rúmum 20 árum brutust unglingar inn í ónýtt hús sem stóð tómt. Húsið var í eigu borgarinnar og var svo lofað unglingunum. Þau voru svo svikin, rétt um 18 árum seinna, og húsið selt kristnum sértrúarsöfnuði.

Unga fólkið fór réttarleiðina, og tapaði, áfrýjaði, og tapaði. Þau mótmæltu og skrifuðu í blöðin, og fyrir rest kölluðu þau á ólátabelgi frá allri Evrópu og báðu um að koma og hjálpa þeim að verja húsið.
Með múrsteinum.

Innflytjendakonan skilur vel reiðina en hún er ekki alveg sátt við málin. Hún veit nebblega að þessir unglingar eru ekkert sérlega friðsamir nágrannar. Þeir eyðileggja bíla sem leggja í nágrenni við húsið. Þeir hrópa að fólki sem gengur framhjá. Og það eru ekki allir unglingar sem fá að vera með.
Venjulegu unglingunum er meinaður aðgangur.
Þú þarft nebblega að vera í rétta pönkarastílnum til að fá að vera með.

Krakkarassgötin eru svo búin að vera að vekja athygli á málstað sínum og stuðnings hverfisbúa. Með því að spreyja slagorð á húsveggi.
Ekkert sleppur undan þessari herferð, meira að segja elliheimilið varð skreytt áróðursslagorðum.
Það hefur verið erfitt að fá stuðning hverfisbúa vegna þess að
a) hverfisbúar eru orðnir lúnir á látunum og langar að geta gengið um í friði og
b) stór hluti af notendum hússins kemur úr öðrum hverfum. Fregnir herma meira að segja að það sjáist stórir glansandi bílar keyra úr ríku hverfunum og konur í pelsum og menn í jakkafötum henda unglingunum út fyrir framan húsið.

Það sem styður staðreynd b) (ekki að það þurfi að styðja staðreindir) er að sértrúarsöfnuðinum voru boðnar um 150 milljónir fyrir húsið svo unglingarnir gætu haldið áfram að leika sér í því. Ég get lofað ykkur því að það eru ekki foreldrar barnanna á Norðurbrún sem ná að safna saman 150 milljónum fyrir ónýtt hús.

Og borgarstýran er gömul kennslukona sem bara sagði að hún sæi ekki ástæðu til að aka frekar undir þessum unglingum en öðrum unglingum í borginni. Að krakkarnir gætu bara nýtt sér félagsstarfið sem borgin stæði fyrir nú þegar.

Liðið spassaði.
Það ákvað bara að fara í stríð.
Rústaði búðum og kveikti í, henti með múrsteinum og eyðilagði fleiri bíla.
Viljiði sjá?

http://politiken.dk/fotografier/billedhjul_foto/article214130.ece?service=gallery

Hér á Norðurbrún eru það innflytjendur sem eiga 70% verslana og synir innflytjendanna eru ekkert að gúddera það að pönkaraskrattar úr úthverfum séu að eyðileggja kebab búllur fátækra manna sem vinna af sér rassgatið til að sjá fyrir sínum 11 börum á 5 fermetrum. Það verða því örugglega einhverjir lamdir í myrkum bakgörðum hér á næstu dögum.

Innflytjendakonan hneykslast enn meira á því að "unglingarnir" eru allt að 35 ára. Ég veit ekki hver meðalaldurinn er en það var allavega einn 27 ára handtekinn fyrir óeirðir í gær og hann var ekki elstur af "unglingunum".
Svona er að vera Dani.
Unglingur fram að 35 ára.

Ég held ég flytji heim.
Bjarga Minilla.

Æi, nei, gleymdi, var að kaupa hús í millistéttarhverfi.
Best að hella sér aftur í bæklingana um eldhúsinnréttingarnar.

Sjáumst í næstu viku.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com