laugardagur, desember 23, 2006
föstudagur, desember 22, 2006
fleir hugleiðingar á jólaföstu
Vill einhver útskýra fyrir mér ...
... hafa svona strákar alltaf verið til á Íslandi eða er þetta alveg ný tegund karlmanna?
Hvað kallast þessi tegund? Kroppsglaða týpan?
Mig grunar að þetta sé kynslóð sprottin undan digital myndavélunum.
Þegar ég var ung, og dró augað í púng, þá voru strákar ekki svona framfærnir. Ef þeir höguðu sér svona heima hjá sér þá fréttum við hin ekki af því.
Reyndar var einn sem kúkaði á sviðið í Spurningakeppni Framhaldsskólanna á Akureyri. Allir vorkenndu mömmu hans því hún var handavinnukennarinn í FB.
Eða eitthvað.
Hann varð nú bara frægur söngvari.
Einhvernvegin grunar mig að þessir guttar komist í Séð og Heyrt einvhern daginn.
Þann fína pappír.