<$BlogRSDUrl$>
Google

laugardagur, janúar 20, 2007

Syfjublogg 

Ég vil ekki fara að sofa fyrr en Knoll og Tott þarna inni í koju eru sofnaðir. Það sem maður getur masað þegar maður er tólf. Það fyndna er að rotturnar eru alveg gapandi af spenningi yfir hljóðinu í lyklaborðinu. Þær standa þarna spenntar eins og bítlagrúppíur, þrjár rottur í röð; Manhattan, Brooklyn og Bronx, innilokaðar í Hamsterdam. Góna á skrifarann.
Á morgun fer ég í varalit og nælonsokka og fer á söfn með stelpunum. Við ætlum að standa í röð fyrir utan Gerðarsafn þegar opnar klukkan ellefu í fyrramálið, alveg eins og við gerðum fyrir utan Sigtún í gamladaga. Þar gat maður lyft upp báðum löppum án þess að detta...
Jæja, þá er komin þögn í kamesið. Kannski maður skveri sér í náttfötin og skríði með moggann í rúmið. Bóndinn er úti að halda upp á bóndadaginn með hinum í bændasamfélaginu.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com