<$BlogRSDUrl$>
Google

miðvikudagur, september 19, 2007

gevuuuuuuth 

sorry fjölskylda, i accidentally posted something horribly inappropriate that was intended for MY blog, i can only hope that i deleted it before any children saw it.

on a side note, i'm aiming for an extended trip sometime next year. i hope to see you all.

ást,
-pétur gautur

.

sunnudagur, september 16, 2007

Hvað þýðir nafnið Esja? 


Bærinn Esjuberg á Kjalarnesi er nefndur á nokkrum stöðum í Landnámu án þess að vikið sé að skýringu á nafninu. Þar bjó Örlygur Hrappsson sem kom til landsins frá Suðureyjum og settist að á Kjalarnesi.Í Kjalnesingasögu er sagt frá því að írskir menn hafi komið á skipi í Leiruvog í Kollafirði. Meðal þeirra var kona, Esja að nafni, og var hún sögð ekkja og mjög auðug. Hún tók við bæ Örlygs og bjó að Esjubergi. Fjallsnafnið er þar ekki nefnt.Vegna þessara sagna hefur sú tilgáta komið fram (W. Craigie) að nafnið Esja sé af keltneskum uppruna, dregið af Ésa eða Essa (sjá Hermann Pálsson: Keltar á Íslandi. Reykjavík 1996:170).

Flestir hafna þó þessari skýringu og telja að kvenmannsnafnið sé til orðið á eftir bæjarnafninu og fjallsheitinu. Helgi Guðmundsson (Um haf innan 1997:193-94) hefur bent á að í Lewis (Ljóðhúsum) í Suðureyjum séu varðveitt norræn örnefni í gelísku sem komi heim og saman við röð örnefna frá Akranesi og suður í Kollafjörð. Meðal þeirra er Esjufjall. Hugsanlega hafa örnefnin verið gefin um sama leyti á báðum stöðum og flust með norrænum mönnum vestur á bóginn.Líklegasta skýringin á Esja er því sú að um norrænt nafn sé að ræða.

Ásgeir Blöndal Magnússon (Íslensk orðsifjabók 1989:157) bendir á að í eldra máli hafi verið til orðið esja í merkingunni 'flögusteinn, tálgusteinn'. Í norsku er til esje í sömu merkingu. Af sama uppruna eru norska orðið esje í merkingunni 'eimyrja', sænska orðið ässja í sömu merkingu en einnig í merkingunni 'smiðjuafl' og síðastnefnda merkingin kemur fram í danska orðinu esse 'smiðjuafl'. Ásgeir Blöndal telur upphaflega merkingu orðsins esja í íslensku vera 'eldstæði' og 'steintegund höfð til eldstæðis- og ofngerðar'. Fjallsnafnið væri þá af sama stofni.

Guðrún Kvaran. „Hvað þýðir nafnið Esja? “. Vísindavefurinn 7.3.2000. http://visindavefur.hi.is/?id=190. (Skoðað 16.9.2007).

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com